Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Eldgos hafið á ný - Grindavík rýmd

Eld­gos hófst á Sund­hnúkagígaröð­inni kl. 23:14 í kvöld, fimmtán mín­út­um eft­ir að Veð­ur­stof­an var­aði við kviku­hlaupi, sem fyrst kom fram á mæl­um um kl. 22:30. Gossprung­an opn­að­ist á milli Stóra Skóg­fells og Sýl­inga­fells.

Eldgos hafið á ný - Grindavík rýmd
Gos Áætlað er að sprungan hafi verið um 2,5 kílómetra löng er vísindamenn flugu yfir hana skömmu eftir miðnætti. Mynd: Almannavarnasvið ríkislögreglustjóra

Eldgos er hafið á Sundhnúksgígaröð, nærri Stóra-Skógfelli og hófst klukkan 23:14. Veðurstofa Íslands varaði við yfirstandandi kvikuhlaupi um fimmtán mínútum áður en gosið hófst, en fyrstu merki um kvikuhlaup komu fram á mælum Veðurstofunnar um kl. 22:30.

Bjarminn frá gosinu sést vel frá höfuðborgarsvæðinu. Gosið er á svipuðum slóðum og þau síðustu, en vísbendingar eru um að það sé minna en síðasta gos á gígaröðinni, allavega í fyrstu. 

Innviðir eru ekki taldir í hættu, miðað við fyrstu athuganir, en samkvæmt Veðurstofunni benda fyrstu fréttir af hraunrennsli til þess að hraunstraumur renni í vestur og liggi sunnanvert í Stóra-Skógfelli. Enginn hraunstraumur sést hinsvegar í átt að Grindavík.

Stíf norðanátt er á svæðinu sem beinir gasmengun suður á bóginn yfir Grindavík. Fram kom í máli Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum í viðtali á Rás 2 á tólfta tímanum að unnið væri að því að rýma Grindavíkurbæ. 

Áætluð staðsetning sprunguKort sem sýnir áætlaða staðsetningu gossprungunnar kl. 23:40. Staðsetningin er byggð á radargögnum.

Á neyðarstig

Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara á neyðarstig vegna eldgossins.

SprungaHér sést lega sprungunnar. Orkuver HS Orku í forgrunni

Búið er að virkja samhæfingarstöð almannavarna. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að gist hafi verið í um 50 húsum í Grindavík undanfarnar nætur.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár