Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Eldgos hafið á ný - Grindavík rýmd

Eld­gos hófst á Sund­hnúkagígaröð­inni kl. 23:14 í kvöld, fimmtán mín­út­um eft­ir að Veð­ur­stof­an var­aði við kviku­hlaupi, sem fyrst kom fram á mæl­um um kl. 22:30. Gossprung­an opn­að­ist á milli Stóra Skóg­fells og Sýl­inga­fells.

Eldgos hafið á ný - Grindavík rýmd
Gos Áætlað er að sprungan hafi verið um 2,5 kílómetra löng er vísindamenn flugu yfir hana skömmu eftir miðnætti. Mynd: Almannavarnasvið ríkislögreglustjóra

Eldgos er hafið á Sundhnúksgígaröð, nærri Stóra-Skógfelli og hófst klukkan 23:14. Veðurstofa Íslands varaði við yfirstandandi kvikuhlaupi um fimmtán mínútum áður en gosið hófst, en fyrstu merki um kvikuhlaup komu fram á mælum Veðurstofunnar um kl. 22:30.

Bjarminn frá gosinu sést vel frá höfuðborgarsvæðinu. Gosið er á svipuðum slóðum og þau síðustu, en vísbendingar eru um að það sé minna en síðasta gos á gígaröðinni, allavega í fyrstu. 

Innviðir eru ekki taldir í hættu, miðað við fyrstu athuganir, en samkvæmt Veðurstofunni benda fyrstu fréttir af hraunrennsli til þess að hraunstraumur renni í vestur og liggi sunnanvert í Stóra-Skógfelli. Enginn hraunstraumur sést hinsvegar í átt að Grindavík.

Stíf norðanátt er á svæðinu sem beinir gasmengun suður á bóginn yfir Grindavík. Fram kom í máli Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum í viðtali á Rás 2 á tólfta tímanum að unnið væri að því að rýma Grindavíkurbæ. 

Áætluð staðsetning sprunguKort sem sýnir áætlaða staðsetningu gossprungunnar kl. 23:40. Staðsetningin er byggð á radargögnum.

Á neyðarstig

Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara á neyðarstig vegna eldgossins.

SprungaHér sést lega sprungunnar. Orkuver HS Orku í forgrunni

Búið er að virkja samhæfingarstöð almannavarna. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að gist hafi verið í um 50 húsum í Grindavík undanfarnar nætur.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár