Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldgos hafið á ný - Grindavík rýmd

Eld­gos hófst á Sund­hnúkagígaröð­inni kl. 23:14 í kvöld, fimmtán mín­út­um eft­ir að Veð­ur­stof­an var­aði við kviku­hlaupi, sem fyrst kom fram á mæl­um um kl. 22:30. Gossprung­an opn­að­ist á milli Stóra Skóg­fells og Sýl­inga­fells.

Eldgos hafið á ný - Grindavík rýmd
Gos Áætlað er að sprungan hafi verið um 2,5 kílómetra löng er vísindamenn flugu yfir hana skömmu eftir miðnætti. Mynd: Almannavarnasvið ríkislögreglustjóra

Eldgos er hafið á Sundhnúksgígaröð, nærri Stóra-Skógfelli og hófst klukkan 23:14. Veðurstofa Íslands varaði við yfirstandandi kvikuhlaupi um fimmtán mínútum áður en gosið hófst, en fyrstu merki um kvikuhlaup komu fram á mælum Veðurstofunnar um kl. 22:30.

Bjarminn frá gosinu sést vel frá höfuðborgarsvæðinu. Gosið er á svipuðum slóðum og þau síðustu, en vísbendingar eru um að það sé minna en síðasta gos á gígaröðinni, allavega í fyrstu. 

Innviðir eru ekki taldir í hættu, miðað við fyrstu athuganir, en samkvæmt Veðurstofunni benda fyrstu fréttir af hraunrennsli til þess að hraunstraumur renni í vestur og liggi sunnanvert í Stóra-Skógfelli. Enginn hraunstraumur sést hinsvegar í átt að Grindavík.

Stíf norðanátt er á svæðinu sem beinir gasmengun suður á bóginn yfir Grindavík. Fram kom í máli Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum í viðtali á Rás 2 á tólfta tímanum að unnið væri að því að rýma Grindavíkurbæ. 

Áætluð staðsetning sprunguKort sem sýnir áætlaða staðsetningu gossprungunnar kl. 23:40. Staðsetningin er byggð á radargögnum.

Á neyðarstig

Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara á neyðarstig vegna eldgossins.

SprungaHér sést lega sprungunnar. Orkuver HS Orku í forgrunni

Búið er að virkja samhæfingarstöð almannavarna. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að gist hafi verið í um 50 húsum í Grindavík undanfarnar nætur.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár