Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Stýrivextir lækka um 0,5 prósentustig

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans hef­ur ákveð­ið að lækka stýri­vexti bank­ans um 0,5 pró­sentu­stig.

Stýrivextir lækka um 0,5 prósentustig
Seðlabankinn Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og sem slíkur einnig formaður peningastefnunefndar. Mynd: Golli

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur, en frá þessu er greint í yfirlýsingu frá nefndinni sem birtist á vef Seðlabankans í morgun

Með þessari vaxtalækkun fara meginvextir seðlabankans, sem í daglegu tali eru kallaðir stýrivextir, úr 9 prósentum niður í 8,5 prósent.

„Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað og raunvextir því hækkað,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Þar segir einnig að áhrifa „þétts peningalegs taumhalds“ gæti áfram í efnahagsumsvifum og bendir nefndin á að það hafi hægt á vexti innlendrar eftirspurnar.

„Atvinnuleysi heldur áfram að þokast upp og horfur eru á að það dragi úr spennu í þjóðarbúinu þótt það gerist hægar en áður var talið,“ segir í yfirlýsingu bankans.

Í niðurlagi yfirlýsingarinnar er svo vikið að verðbólguþróuninni og segir nefndin að þrálát verðbólga og …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár