Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Stýrivextir lækka um 0,5 prósentustig

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans hef­ur ákveð­ið að lækka stýri­vexti bank­ans um 0,5 pró­sentu­stig.

Stýrivextir lækka um 0,5 prósentustig
Seðlabankinn Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og sem slíkur einnig formaður peningastefnunefndar. Mynd: Golli

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur, en frá þessu er greint í yfirlýsingu frá nefndinni sem birtist á vef Seðlabankans í morgun

Með þessari vaxtalækkun fara meginvextir seðlabankans, sem í daglegu tali eru kallaðir stýrivextir, úr 9 prósentum niður í 8,5 prósent.

„Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað og raunvextir því hækkað,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Þar segir einnig að áhrifa „þétts peningalegs taumhalds“ gæti áfram í efnahagsumsvifum og bendir nefndin á að það hafi hægt á vexti innlendrar eftirspurnar.

„Atvinnuleysi heldur áfram að þokast upp og horfur eru á að það dragi úr spennu í þjóðarbúinu þótt það gerist hægar en áður var talið,“ segir í yfirlýsingu bankans.

Í niðurlagi yfirlýsingarinnar er svo vikið að verðbólguþróuninni og segir nefndin að þrálát verðbólga og …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár