Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur, en frá þessu er greint í yfirlýsingu frá nefndinni sem birtist á vef Seðlabankans í morgun
Með þessari vaxtalækkun fara meginvextir seðlabankans, sem í daglegu tali eru kallaðir stýrivextir, úr 9 prósentum niður í 8,5 prósent.
„Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað og raunvextir því hækkað,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar.
Þar segir einnig að áhrifa „þétts peningalegs taumhalds“ gæti áfram í efnahagsumsvifum og bendir nefndin á að það hafi hægt á vexti innlendrar eftirspurnar.
„Atvinnuleysi heldur áfram að þokast upp og horfur eru á að það dragi úr spennu í þjóðarbúinu þótt það gerist hægar en áður var talið,“ segir í yfirlýsingu bankans.
Í niðurlagi yfirlýsingarinnar er svo vikið að verðbólguþróuninni og segir nefndin að þrálát verðbólga og …
Athugasemdir