Streymi: Almar „í kassanum“ les upp úr nýrri bók

Alm­ar Steinn Atla­son varð þjóð­þekkt­ur ár­ið 2015 sem Alm­ar í kass­an­um eft­ir að hann dvaldi nak­inn í heila viku inni í gler­kassa í Lista­há­skól­an­um. Hann var að senda frá sér skáld­sög­una Mold er mold - Litla syst­ir mín fjölda­morð­ing­inn. Hér má horfa á beint streymi frá út­gáfu­hóf­inu en upp­lest­ur Alm­ars hefst upp úr klukk­an 18.

Almar les upp úr nýrri skáldsögu sinni sem kallast Mold er bara mold.

Almar Steinn Atlason, sem er landsmönnum að góðu kunnur vegna gjörninga sinna og málverka, hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögðu sem ber heitið Mold er bara mold. Almar varð þjóðþekktur árið 2015 sem Almar í kassanum eftir að hann dvaldi nakinn í heila viku inni í glerkassa í Listaháskólanum. 

Sameiginlegt útgáfuhóf Almars og Braga Páls Sigurðssonar er haldið í Tjarnarbíói og hófst síðdegis í dag, en nýjasta skáldsaga Braga Páls heitir Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. 

Um er að ræða afar framúrstefnulegt útgáfuhóf en þar mun hljómsveit Braga Páls, Dungeon Boyz, taka lagið, þá mun Bragi Páll lesa upp úr bók sinni og síðan tekur Almar við. Útgáfuhófð er hér í beinu streymi en upplestur Almars hefst um klukkan 18. 

Skáldsagan Mold er bara mold er í þremur bindum sem koma saman í kassa. Undirtitill verksins er Litla systir mín fjöldamorðinginn, og utan á kassanum er spurt: Er hægt að gerast fjöldamorðingi fyrir misskilning?

„Þetta er sagan af Beggu Sól, ævintýraleg hetjusaga í þremur hlutum um erfiðleika, ofbeldi, afleiðingar, sorgir og glórulaust klúður. Við fylgjum Beggu eftir í gegnum völundarhús skriffinnskuvélarinnar, myrkar dýflissur þeirra valdagráðugu og virðulegu og út í auðnir órablámans – handan þokunnar, réttlætisins og fjallanna. Misskilningurinn er sannarlega það besta sem gvuð hefur fært manninum. Án hans gætum við aldrei elskað hvert annað,“ segir í lýsingu á skáldsögunni.

Hlutarnir þrír kallast Með Venus í skriðdreka, Þindarlaus frásögn af erfiðum degi manns í Efra-Breiðholti, og Frelsið er takmarkað.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    fer þvagpokinn ekki að verða fullur.?
    Ég bið afsökunar, ég sofnaði út frá þægilegum lestri Almars og vaknaði við hann.*

    Góðan og blessaðan daginn
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár