Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Síðasta tilraun Ingu Sæland

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist fljótari að svara því hvað sé í lagi á Íslandi en hvað þurfi að laga. „Við hljótum að átta okkur á því og það gera það allir, að grunnstoðir okkar, allir okkar innviðir, standa meira og minna á brauðfótum. Ég veit ekki eiginlega hvernig þessi staða mögulega gat teiknast upp en hún er ekki að gerast á einum degi,“ segir hún og beinir gagnrýni sinni til fráfarandi ríkisstjórnar, sem hafi ekki gert neitt til að bæta stöðuna síðastliðin sjö ár.

Dæmin um það séu víða í íslensku samfélagi. „Við getum litið til húsnæðismálanna, við getum litið á okurvaxtabrjálæðið sem ríkir í samfélaginu þar sem fólk er hreinlega bara … það nær ekki endum saman á milli mánaða og fer nánast hver einasta króna af tveimur og þremur störfum í það að reyna að moka þessum fjármunum inn í bankakerfið sem gjörsamlega makar krókinn, að …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Inga á skilið að fá atkvæði og kraft til að koma sínum/okkar málum áfram.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Stórmerkilegur flokkurinn hennar Ingu Sæland. Nú streyma Seðlabankamenn og fleiri ofurlaunþegar fram og vara við "að ætla að gera allt fyrir alla" Þessi sama mantra sem þeir kyrja þegar þessi hópur á að fá launahækkun í einu ríkasta landi í heimi. Þá fer allt á hausinn! Það þarf að stokka allt kerfið upp. Þetta er síðasta hálmstráið að kjósa raunveruleg breytingaröfl!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Formannaviðtöl

Tími jaðranna er ekki núna
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.
Allir verða sósíalistar fyrir kosningar
ViðtalFormannaviðtöl

All­ir verða sósí­al­ist­ar fyr­ir kosn­ing­ar

Hug­mynda­fræði sósí­al­ism­ans hef­ur ekki beð­ið skip­brot held­ur virð­ast all­ir flokk­ar verða sósíal­ísk­ari fyr­ir kosn­ing­ar. Þetta seg­ir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, leið­togi Sósí­al­ista­flokks­ins, fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Hún seg­ir að eig­in reynsla af því að al­ast upp við fá­tækt sé drif­kraft­ur henn­ar og boð­ar rétt­lát­ara skatt­kerfi og stefnu­breyt­ingu í hús­næð­is­upp­bygg­ingu. Þar eigi hið op­in­bera að stíga inn og fjár­magna upp­bygg­ingu á fé­lags­leg­um grunni.
„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“
ViðtalFormannaviðtöl

„Kven­frels­is­mál eru líka heil­brigð­is­mál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár