Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist fljótari að svara því hvað sé í lagi á Íslandi en hvað þurfi að laga. „Við hljótum að átta okkur á því og það gera það allir, að grunnstoðir okkar, allir okkar innviðir, standa meira og minna á brauðfótum. Ég veit ekki eiginlega hvernig þessi staða mögulega gat teiknast upp en hún er ekki að gerast á einum degi,“ segir hún og beinir gagnrýni sinni til fráfarandi ríkisstjórnar, sem hafi ekki gert neitt til að bæta stöðuna síðastliðin sjö ár.
Dæmin um það séu víða í íslensku samfélagi. „Við getum litið til húsnæðismálanna, við getum litið á okurvaxtabrjálæðið sem ríkir í samfélaginu þar sem fólk er hreinlega bara … það nær ekki endum saman á milli mánaða og fer nánast hver einasta króna af tveimur og þremur störfum í það að reyna að moka þessum fjármunum inn í bankakerfið sem gjörsamlega makar krókinn, að …
Athugasemdir (2)