Ýmis náttúrusvæði má reyndar finna í Reykjavík. Til dæmis Gróttu og nágrenni, já, eða Elliðárdalinn. Svo náttúrlega má alltaf bregða sér út í Viðey. En fyrir miðbæinga og ýmsa aðra er stutt að fara í Öskjuhlíðina. Ekki bara til að lenda á séns eða njósna um kanínur heldur má þar einnig fara í japanska trjásturtu. Þannig sturta felst í því að setjast inn á milli trjánna og anda þeim að sér. Andrúmsloftið í kringum tré ku vera heilnæmt og nærandi – svo viðbúið er að þú verðir endurnærð/ur eftir hálftíma trjásturtu.
Inni á milli trjánna má líka hugleiða og gleðjast yfir stöku sólargeisla.
Rauðbarið fólk og flugvélar
Ef þér verður kalt eftir trjásturtuna er um að gera að skokka niður í Nauthólsvík, skella sér í pottinn, soðna aðeins þar og …
Athugasemdir