Þau sem voru ósátt við að heyra af því að almenn heimild til þess að láta séreignarsparnað renna inn á höfuðstól fasteignalána myndi renna út um áramót, geta tekið gleði sína á ný, því nú hefur verið boðað að þetta úrræði, sem komið var á fót samhliða Leiðréttingunni fyrir rúmum áratug, verði framlengt um enn eitt ár. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar þingsins hefur lagt þetta til.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra segir við Heimildina að í ljósi aðstæðna í samfélaginu, væntanlegra kosninga, sé erfiðara fyrir ríkisstjórnina og þingið að taka „ákvarðanir sem eru umdeildar, jafnvel þótt þær séu til góða fyrir framtíð þjóðar“.
Blaðamaður Heimildarinnar settist niður með Sigurði Inga, fjármálaráðherra og formanni Framsóknarflokksins undir lok síðustu viku og spurði hann þá út í þetta mál, sem virtist stefna í að geta orðið kosningamál, en Viðreisn og síðan Sjálfstæðisflokkurinn höfðu byrjað að tala fyrir því að úrræðið yrði framlengt. …
Athugasemdir