Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir að núna nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar sé erfitt fyr­ir starf­andi rík­is­stjórn og þing­ið að taka um­deild­ar ákvarð­an­ir, jafn­vel þó þær yrðu til góða fyr­ir land og þjóð. Það er ástæð­an fyr­ir því að ver­ið er að fram­lengja al­menna heim­ild til skatt­frjálsr­ar nýt­ing­ar sér­eign­ar­sparn­að­ar núna á loka­metr­um þings­ins. „Ég ætla ekk­ert að setj­ast í það dóm­ara­sæti,“ seg­ir Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son spurð­ur hvort hon­um þyki óá­byrgt af flokk­um að hafa sett mál­ið á dag­skrá í kosn­inga­bar­átt­unni.

Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst
Fjármálaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Golli

Þau sem voru ósátt við að heyra af því að almenn heimild til þess að láta séreignarsparnað renna inn á höfuðstól fasteignalána myndi renna út um áramót, geta tekið gleði sína á ný, því nú hefur verið boðað að þetta úrræði, sem komið var á fót samhliða Leiðréttingunni fyrir rúmum áratug, verði framlengt um enn eitt ár. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar þingsins hefur lagt þetta til.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra segir við Heimildina að í ljósi aðstæðna í samfélaginu, væntanlegra kosninga, sé erfiðara fyrir ríkisstjórnina og þingið að taka „ákvarðanir sem eru umdeildar, jafnvel þótt þær séu til góða fyrir framtíð þjóðar“.

Blaðamaður Heimildarinnar settist niður með Sigurði Inga, fjármálaráðherra og formanni Framsóknarflokksins undir lok síðustu viku og spurði hann þá út í þetta mál, sem virtist stefna í að geta orðið kosningamál, en Viðreisn og síðan Sjálfstæðisflokkurinn höfðu byrjað að tala fyrir því að úrræðið yrði framlengt. …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
5
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár