Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar fer í brekku inn í kosningabaráttuna, fylgið mælist lágt eftir sjö ára setu í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum. Formaðurinn telur sig þó hafa góða sögu að segja. Í viðtali við Heimildina lýsir Sigurður Ingi Jóhannsson því að honum þyki umræðan um stöðu mála í samfélaginu skrítin.
„Það er mjög margt sem gengur rosalega vel en það hefur enginn áhuga á að heyra það,“ segir Sigurður Ingi, spurður út í dræmt fylgi Framsóknar og bætir við að hann telji kjósendur pirraða út af „háum vöxtum og verðbólgu“ eða þá að þeir séu „kannski leiðir á okkur“ og á þá við að sökum þess að sama fólkið hafi verið við stjórnvölinn í samfélaginu í sjö ár sé komin upp krafa um breytingar, breytinganna vegna.
„Það er lítill hljómgrunnur fyrir því að ræða hlutina eins og þeir eru,“ segir Sigurður Ingi og ræðir, á skrifstofu sinni í …
Athugasemdir (2)