Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
Gefur ekki fyrirmæli „Það er í höndum viðeigandi stofnana að meta hvort grípa þurfi til aðgerða vegna starfsemi ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube hér á landi,“ segir Bjarni. Mynd: Heimildin

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist hafa talið rétt að koma í veg fyrir óþarfa tortryggni um ákvarðanir í hvalveiðimálum með því að beina því til ráðuneytisstjóra þann 7. nóvember síðastliðinn að Jón Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, kæmi ekki að vinnu við hvalveiðiumsóknir eða afgreiðslu þeirra.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Bjarna við fyrirspurn Heimildarinnar.

Eins og Heimildin hefur greint frá fóru leynilegar upptökur í dreifingu 7. nóvember síðastliðinn, sama dag og Bjarni bað um að Jón kæmi ekki að ákvörðunum um hvalveiðar. 

Á upptökunum lýsir Gunnar Bergmann, sonur og viðskiptafélagi Jóns, því með nokkurri nákvæmni að Jón hafi þegið 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að komast í stöðu til að vinna að hvalveiðiumsókninni.

Jón Gunnarsson hefur lögum samkvæmt engar heimildir til að taka ákvarðanir …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár