Það virðist hafa valdið Sigmundi Davíð og Bergþóri Ólasyni, þingmönnum Miðflokksins, miklu hugarangri að „sitja uppi með“ eitt stig í einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar 2021, Sólinni. Það er eitt einmana stig af hundrað mögulegum fyrir umhverfis og loftslagsmál.
Það gleður þá því vonandi að heyra að þeim býðst gullið tækifæri til að má þennan ljóta blett af orðspori flokksins sem Sigmundur kallaði í sama hlaðvarpi „mesta umhverfisverndarsinnaflokkinn“ þegar Sól Ungra umhverfissinna rís á ný fyrir alþingiskosningar 2024 og með henni ný einkunnagjöf á umhverfisstefnum stjórnmálaflokkanna.
Geta þeir þá loksins losnað við þetta staka stig sitt, nú eða söðlað um, gert betur og reynt að standa undir yfirlýsingum Sigmundar um flokk umhverfisverndarsinna.
Athugasemdir