Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fór hörðum orðum um utanríkisráðuneytið á þingfundi Alþingis í dag. Í ræðu sinni á vakti Þórhildur Sunna athygli á því að utanríkisráðuneytið hafi enn ekki orðið við beiðni sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendi ráðuneytinu í júní á þessu ári. Beiðnin snýr að skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur til embættis sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.
„Hvernig samræmist það lögum um utanríkisþjónustu Íslands að skipa sendiherra í Bandaríkjunum sem hefur enga reynslu af utanríkismálum? Hvers vegna er starfsferilskrá sendiherra Íslands í Bandaríkjunum trúnaðarmál? Þetta eru mikilvægar spurningar sem háttvirt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sendi á utanríkisráðuneytið þann 12. júní síðastliðinn í kjölfar þess að nefndin stofnaði til frumkvæðisathugunar á skipan sendiherra í Bandaríkjunum og Ítalíu. Þetta er fyrir fimm mánuðum síðan,“ sagði Þórhildur Sunna og bætti við að samkvæmt lögum beri stjórnvöldum að svara slíkum beiðnum eigi síðar en sjö dögum eftir að þær hafa verið mótteknar.
„Hvers …
Athugasemdir