Hefndarsamfélag íslenskra miðalda, keðjuverkun ofbeldis og óumflýjanleg örlög allra manna eru kjarni Eftirleika og Andri Freyr Sigurpálsson segir að myndin sé ógnartryllir.
Andri leikur eitt aðalhlutverkanna í Eftirleikum og er jafnframt annar tveggja framleiðenda. Hinn framleiðandinn, Ólafur Árheim, leikstýrir myndinni og brá sér í ótal önnur hlutverk við gerð hennar. Að sögn Andra er Ólafur „undrabarn þegar kemur að öllu kvikmyndatengdu. Hann getur gert allt og gerir allt vel. Hann sá um að klippa myndina, hljóðvinnsluna, litaleiðréttingu og effectana.“ Í síðasta hluta myndarinnar var Ólafur einnig tökumaður. Eins og Andri segir: „Á kreditlistanum eru nöfnin á sminku, hljóðmanni og leikurum og restin er bara dulnefni fyrir leikstjórann sem sá um allt sjálfur. Frekar magnað.“
Í mars síðastliðnum vann myndin verðlaun fyrir framúrskarandi tækni (Most Technically Excellent) á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Aþenu. Á hryllingsmyndahátíðinni Cinema Scares Film Fest í Shelbyville, Indiana, í október síðastliðnum vann Andri verðlaun fyrir besta leikara í …
Athugasemdir