Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Ráðist á fólk af öðrum uppruna

Sunja Írena Gunn­ars­dótt­ir var tveggja vikna þeg­ar hún kom til Ís­lands frá Sri Lanka fyr­ir 39 ár­um. Henni finnst Ís­land vera að fara aft­ur í tím­ann þeg­ar kem­ur að for­dóm­um. „Ég geng samt með höf­uð­ið hátt.“

Ráðist á fólk af öðrum uppruna
Elskar að vinna með börnum Sunja Írena Gunnarsdóttir starfar með börnum á yngsta stigi í grunnskóla. Hún elskar að vinna með börnum. „Draumurinn minn er að eignast börn og ég hef alltaf elskað börn og hef alltaf verið svolítil mamma í mér.“ Mynd: Heimildin

„Ég er að jafna mig eftir aðgerð sem ég fór í. Þetta var bara klaufaskapur í mér, ég er svo mikill hrakfallabálkur. Ég missteig mig illa fyrir ári síðan og fóturinn fór í öfuga átt miðað við hvernig maður misstígur sig. Ég endaði með slitið liðband og bólgna sin sem varð svo ónýt. Ég er með skóspelku en losna við hana í lok nóvember.

Ég hef þurft að kúpla mig út og er að reyna að fara ekki fram úr sjálfri mér eins og ég er vön að gera, að vera að flýta mér of mikið. Ég er bara búin að vera í góðu yfirlæti á Stokkseyri hjá vinafólki mínu sem passar að ég sé ekki að ofreyna mig. Þau hjálpa mér að sjá um hundinn. Bataferlið er að taka einn dag í einu. Ég er ekkert mikið að hugsa um framtíðina. Ég tek einn dag í einu eins og mér hefur verið kennt í minni sjálfsvinnu, ekki vera að flýta mér of mikið. Ég er rosalega gjörn á að fara fram úr sjálfri mér. 

Ég vinn á frístundaheimili á Selfossi með krökkum í 1. og 2. bekk. Ég elska að vinna með börnum. Þetta er rosalega gaman, ég er svo mikill krakki sjálf. Draumurinn minn er að eignast börn og ég hef alltaf elskað börn og hef alltaf verið svolítil mamma í mér. 

„Það er svolítið mikið verið að ráðast á fólk sem er af öðrum uppruna, sem mér finnst mjög leiðinlegt

Ég er ættleidd frá Sri Lanka, ég kom til Íslands tveggja vikna gömul, árið 1985. Frá mínu sjónarhorni líður mér svolítið eins og Ísland sé að fara til baka í tíma þegar kemur að fordómum. Það er svolítið mikið verið að ráðast á fólk sem er af öðrum uppruna, sem mér finnst mjög leiðinlegt. Ég geng samt með höfuðið hátt. Ef að það kemur, þá bara kemur það.“

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár