Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ráðist á fólk af öðrum uppruna

Sunja Írena Gunn­ars­dótt­ir var tveggja vikna þeg­ar hún kom til Ís­lands frá Sri Lanka fyr­ir 39 ár­um. Henni finnst Ís­land vera að fara aft­ur í tím­ann þeg­ar kem­ur að for­dóm­um. „Ég geng samt með höf­uð­ið hátt.“

Ráðist á fólk af öðrum uppruna
Elskar að vinna með börnum Sunja Írena Gunnarsdóttir starfar með börnum á yngsta stigi í grunnskóla. Hún elskar að vinna með börnum. „Draumurinn minn er að eignast börn og ég hef alltaf elskað börn og hef alltaf verið svolítil mamma í mér.“ Mynd: Heimildin

„Ég er að jafna mig eftir aðgerð sem ég fór í. Þetta var bara klaufaskapur í mér, ég er svo mikill hrakfallabálkur. Ég missteig mig illa fyrir ári síðan og fóturinn fór í öfuga átt miðað við hvernig maður misstígur sig. Ég endaði með slitið liðband og bólgna sin sem varð svo ónýt. Ég er með skóspelku en losna við hana í lok nóvember.

Ég hef þurft að kúpla mig út og er að reyna að fara ekki fram úr sjálfri mér eins og ég er vön að gera, að vera að flýta mér of mikið. Ég er bara búin að vera í góðu yfirlæti á Stokkseyri hjá vinafólki mínu sem passar að ég sé ekki að ofreyna mig. Þau hjálpa mér að sjá um hundinn. Bataferlið er að taka einn dag í einu. Ég er ekkert mikið að hugsa um framtíðina. Ég tek einn dag í einu eins og mér hefur verið kennt í minni sjálfsvinnu, ekki vera að flýta mér of mikið. Ég er rosalega gjörn á að fara fram úr sjálfri mér. 

Ég vinn á frístundaheimili á Selfossi með krökkum í 1. og 2. bekk. Ég elska að vinna með börnum. Þetta er rosalega gaman, ég er svo mikill krakki sjálf. Draumurinn minn er að eignast börn og ég hef alltaf elskað börn og hef alltaf verið svolítil mamma í mér. 

„Það er svolítið mikið verið að ráðast á fólk sem er af öðrum uppruna, sem mér finnst mjög leiðinlegt

Ég er ættleidd frá Sri Lanka, ég kom til Íslands tveggja vikna gömul, árið 1985. Frá mínu sjónarhorni líður mér svolítið eins og Ísland sé að fara til baka í tíma þegar kemur að fordómum. Það er svolítið mikið verið að ráðast á fólk sem er af öðrum uppruna, sem mér finnst mjög leiðinlegt. Ég geng samt með höfuðið hátt. Ef að það kemur, þá bara kemur það.“

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár