Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ráðist á fólk af öðrum uppruna

Sunja Írena Gunn­ars­dótt­ir var tveggja vikna þeg­ar hún kom til Ís­lands frá Sri Lanka fyr­ir 39 ár­um. Henni finnst Ís­land vera að fara aft­ur í tím­ann þeg­ar kem­ur að for­dóm­um. „Ég geng samt með höf­uð­ið hátt.“

Ráðist á fólk af öðrum uppruna
Elskar að vinna með börnum Sunja Írena Gunnarsdóttir starfar með börnum á yngsta stigi í grunnskóla. Hún elskar að vinna með börnum. „Draumurinn minn er að eignast börn og ég hef alltaf elskað börn og hef alltaf verið svolítil mamma í mér.“ Mynd: Heimildin

„Ég er að jafna mig eftir aðgerð sem ég fór í. Þetta var bara klaufaskapur í mér, ég er svo mikill hrakfallabálkur. Ég missteig mig illa fyrir ári síðan og fóturinn fór í öfuga átt miðað við hvernig maður misstígur sig. Ég endaði með slitið liðband og bólgna sin sem varð svo ónýt. Ég er með skóspelku en losna við hana í lok nóvember.

Ég hef þurft að kúpla mig út og er að reyna að fara ekki fram úr sjálfri mér eins og ég er vön að gera, að vera að flýta mér of mikið. Ég er bara búin að vera í góðu yfirlæti á Stokkseyri hjá vinafólki mínu sem passar að ég sé ekki að ofreyna mig. Þau hjálpa mér að sjá um hundinn. Bataferlið er að taka einn dag í einu. Ég er ekkert mikið að hugsa um framtíðina. Ég tek einn dag í einu eins og mér hefur verið kennt í minni sjálfsvinnu, ekki vera að flýta mér of mikið. Ég er rosalega gjörn á að fara fram úr sjálfri mér. 

Ég vinn á frístundaheimili á Selfossi með krökkum í 1. og 2. bekk. Ég elska að vinna með börnum. Þetta er rosalega gaman, ég er svo mikill krakki sjálf. Draumurinn minn er að eignast börn og ég hef alltaf elskað börn og hef alltaf verið svolítil mamma í mér. 

„Það er svolítið mikið verið að ráðast á fólk sem er af öðrum uppruna, sem mér finnst mjög leiðinlegt

Ég er ættleidd frá Sri Lanka, ég kom til Íslands tveggja vikna gömul, árið 1985. Frá mínu sjónarhorni líður mér svolítið eins og Ísland sé að fara til baka í tíma þegar kemur að fordómum. Það er svolítið mikið verið að ráðast á fólk sem er af öðrum uppruna, sem mér finnst mjög leiðinlegt. Ég geng samt með höfuðið hátt. Ef að það kemur, þá bara kemur það.“

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár