Maður er ekki að þessu fyrir sig heldur alla – alheiminn!“ segir Trine þegar við flýjum fjörug börn í anddyrinu á barnabíóhátíð í Bíó Paradís og setjumst inn í tóman bíósal. Við vorum rétt byrjaðar að spjalla og þegar við setjumst aftur nefnir Trine að hún eigi erfitt með að leika með linsur, með þær geti hún ekki tjáð svipbrigði og tilfinningar sem skyldi. „Ef ég þarf að túlka of margbrotnar tilfinningar trufla þær augu mín svo ég tek þær burt og þá sé ég alveg því ég er svo einbeitt.“
Hún hefur leikið síðan á barnsaldri. Tíu ára var hún í leikhúsi í Óðinsvéum, tilheyrði þar hópi krakka sem léku ævintýri H.C. Andersen. Aðeins 14 ára tók hún þátt í Eurovision og gerði fyrstu stuttmyndina sextán ára, svo eitthvað sé upptalið.
„Svo ég hef alltaf verið að leika og brunnið fyrir því.“
Er það …
Athugasemdir