Lögbýlið Egilsstaðir í Vopnafjarðarhreppi verður nýjasta viðbótin í jarðasafn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. fallist matvælaráðherra á kaupin líkt og lög gera ráð fyrir. Á síðustu mánuðum hefur Brim eignast fjórar aðrar jarðir í hreppnum. Tilgangur kaupanna er skógrækt til kolefnisbindingar.
„Eitt verkefni tengt þessari stefnu er að félagið vinnur að því að verða virkur þátttakandi í vottaðri kolefnisbindingu á Íslandi með skógrækt
Brim gekk frá kauptilboði í Egilsstaði síðsumars. Jörðin er stór, samtals 5.500 hektarar, en þar hefur enginn búskapur verið stundaður síðustu árin. Til samanburðar má geta þess að Seltjarnarnes er um 200 hektarar að stærð.
Í byrjun september óskaði Brim eftir samþykki ráðherra fyrir kaupunum í samræmi við jarðalög. Heimildin fékk afhent hluta þeirra gagna sem félagið lagði fram af því tilefni. „Jörðin er ákjósanleg fyrir ætlaða starfsemi þ.e. skógrækt, enda landmikil og umhverfi fallegt og heppilegt,“ segir í erindi Brims til ráðherra vegna …
Unnið er af meira kappi en forsjá. Of margt í vinnubrögðunum samræmist ekki stefnu og leiðsögn stjórnvalda, alþjóðlegum samningum osfrv. því gæti farið svo að stór hluti verkefna standist ekki vottun. þetta á td við um skilyrði vottunarstaðla um vernd vistkerfa sem fyrir eru í landinu.
Barr og fleiri innfluttar tegundir eru í miklum meirihluta gróðursettra plantna. Langtímaáhrif verða miki og víðtæk. það er meðal annars verið umbreyta vistkerfum víða um land, skipta út þeim sem fyrir eru og skapa ný sem eru gerólik. Með slíkri "innrás og yfirtöku" er verið að skapa umhverfisvandamál sem gæti reynst dýrkeypt á mörgum sviðum og erfitt að leysa.