Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Brim hf. keypt fimm jarðir til kolefnisbindingar

Um 9.000 hekt­ara lands í Vopna­fjarð­ar­hreppi eru við það að kom­ast í eigu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is sem áform­ar mikla skóg­rækt til að kol­efnis­jafna starf­semi sína. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gagn­rýnt fram­kvæmda­áform Yggdras­ils Car­bon á einni jörð­inni.

Brim hf. keypt fimm jarðir til kolefnisbindingar
Skógræktarjörð Horft til norðvesturs yfir bæjarstæði Torfastaða. Gamli bærinn stóð efst í túni ofan núverandi bæjar. Hægra megin er Torfastaðaskóli. Áformað er að rækta skóg á um 200 hekturum lands á jörðinni. Mynd: Rannsóknarskýrsla á fornleifum

Lögbýlið Egilsstaðir í Vopnafjarðarhreppi verður nýjasta viðbótin í jarðasafn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. fallist matvælaráðherra á kaupin líkt og lög gera ráð fyrir. Á síðustu mánuðum hefur Brim eignast fjórar aðrar jarðir í hreppnum. Tilgangur kaupanna er skógrækt til kolefnisbindingar.

„Eitt verkefni tengt þessari stefnu er að félagið vinnur að því að verða virkur þátttakandi í vottaðri kolefnisbindingu á Íslandi með skógrækt
Brim í erindi til ráðherra

Brim gekk frá kauptilboði í Egilsstaði síðsumars. Jörðin er stór, samtals 5.500 hektarar, en þar hefur enginn búskapur verið stundaður síðustu árin. Til samanburðar má geta þess að Seltjarnarnes er um 200 hektarar að stærð. 

Í byrjun september óskaði Brim eftir samþykki ráðherra fyrir kaupunum í samræmi við jarðalög. Heimildin fékk afhent hluta þeirra gagna sem félagið lagði fram af því tilefni. „Jörðin er ákjósanleg fyrir ætlaða starfsemi þ.e. skógrækt, enda landmikil og umhverfi fallegt og heppilegt,“ segir í erindi Brims til ráðherra vegna …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KO
    Kolbrún Oddsdóttir skrifaði
    Gróðurfar á Íslandi hefur tekið miklum breytingum frá því að víkingar námu land, enn þá er talið að landið hafi verið skógi vaxið frá fjöru til fjalls. Þúsund árum síðar þekur skógur örlítinn hluta lands og skógræktarsvæði virka framandi þegar horft er yfir sveitir landslins.
    Það er því mikilvægt fyrir þá sem vilja hefja skógrækt á nýjum svæðum stærri en 200 hekturum að vinna umhverfismat eins og lög segja til um og taka mið af þeim mörgu kröfum sem farið er fram á.
    Vegna sérstöðu landslags hér á landi þurfum við, umfram aðrar þjóðir, að vanda sérstaklega til verka þegar við hyggjumst breyta ásjónu landsins með skógrækt sem og öðrum nýframkvæmdum. Aðferðir í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda, hafa verið notaðar um tíma á Íslandi t.d. til að varðveita landslagsgildi.
    0
  • Andrés Arnalds skrifaði
    Á þessum stórtæku áformum eru alvarlegir vankantar, líkt og á fjölmörgum öðrum skógræktarverkefnum sem ætlað er að mæta markmiðum einstaklinga og fyrirtækja um kolefnishlutleysi.
    Unnið er af meira kappi en forsjá.  Of margt í vinnubrögðunum samræmist ekki stefnu og leiðsögn stjórnvalda, alþjóðlegum samningum osfrv.  því gæti farið svo að stór hluti verkefna standist ekki vottun. þetta á td við um skilyrði vottunarstaðla um vernd vistkerfa sem fyrir eru í landinu.   
    Barr og fleiri innfluttar tegundir eru í miklum meirihluta gróðursettra plantna. Langtímaáhrif verða miki og víðtæk. það er meðal annars verið umbreyta vistkerfum víða um land, skipta út þeim sem fyrir eru og skapa ný sem eru gerólik.  Með slíkri "innrás og yfirtöku" er verið að skapa umhverfisvandamál sem gæti reynst dýrkeypt á mörgum sviðum og erfitt að leysa.
    6
  • KG
    Kristín Gísladóttir skrifaði
    Hverjir eiga Brim ?
    0
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Hvað ætli Ratcliffe segi um skógrækt svona í grennd við veiðiárnar sínar?
    0
    • Guðjón Jensson skrifaði
      Skógurinn leggur til mikinn lífsmassa til umhverfisins sem hefur mjög góð áhrif á líf laxa. Mikið af ýmsum lífverum lifir af rotnandi laufi og barri trjáa sem laxar lifa aftur á. Þannig margeflir skógurinn allt lífrænt umhverfi. Í Alaska má sjá þetta samspil mjög vel og það verður að teljast undarlegt að laxveiðihagsmunir á Íslandi efli ekki og hvetji meira til skógræktar en verið hefur. Þetta ætti að skoða betur
      0
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Virkilega sorgleg þróun þessi uppkaup stórfyrirtækja á jörðum. Hollenskir fjárfestar vilja svo kaupa upp jarðir næst hálendinu en virðast hafa dregið sig í hlé í bili þar sem þeir vilja ekki stuðla að verðbólgu á jarðakaupum eins og þeir kölluðu það, hvað sem það þýðir. Það er einföld leið til að koma í veg fyrir svona, en það er að setja í lög að ef þú átt jörð, skalt þú búa á henni og nytja og borga þína skatta og skyldur í viðkomandi sveitarfélagi, þessi stórfyrirtæki geta þá samið við ábúenda um að kolefnisjafna fyrir sig.
    11
    • ÆS
      Ævar Sigdórsson skrifaði
      Þessi stefna er sannkölluð eyði - legging
      2
    • Guðjón Jensson skrifaði
      Á þessu eru fleiri hliðar en þessi eina. Skógrækt hefur mikil og góð áhrif a annað t.d. veitir skjól, eykur mikið líf í umhverfinu sem m.a. hefur mjög jákvæð áhrif á laxa og silung enda eykst fæðuframboðið mjög mikið. Því miður hefur verið mikil andstæða gegn skógrækt á Íslandi og eru ástæðurnar oft mjög óljóasr eða byggðar meira og minna á ranghugmyndum og þröngsýni.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
4
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa sam­far­ir við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Framtíð Sýrlands eftir valdaránið
6
Erlent

Fram­tíð Sýr­lands eft­ir vald­arán­ið

Ný rík­is­stjórn Sýr­lands, und­ir for­ystu Hay‘at Tahrir al-Sham (HTS), súnní ísla­mískra sam­taka, hef­ur sam­þykkt að all­ir vopn­að­ir upp­reisn­ar­hóp­ar í land­inu verði leyst­ir upp. Nýtt fólk, hlið­hollt HTS, hef­ur ver­ið skip­að í æðstu hern­að­ar­stöð­ur lands­ins, þar á með­al í varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið og leyni­þjón­ust­una eft­ir fall Assad-stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár