Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ferðasaga bernskunnar

„Þessi fjöl­skylda er í raun heill sagna­heim­ur í ís­lensk­um bók­mennt­um; öll virð­ast þau sískrif­andi og mæðg­urn­ar Jó­hanna og Elísa­bet hafa báð­ar skrif­að ótal ævi­sögu­lega texta og Jó­hanna, Hrafn og hálf­syst­ir­in Unn­ur skrif­að mik­ið af ferða­sög­um og -ljóð­um,“ skrif­ar Ás­geir H. Ing­ólfs­son sem rýn­ir í bók­ina Lím­on­aði frá Díaf­ani.

Ferðasaga bernskunnar
Lím­on­aði frá Díaf­ani eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
Bók

Lím­on­aði frá Díaf­ani

Höfundur Elísabet Jökulsdóttir
JPV útgáfa
91 blaðsíða
Gefðu umsögn

Við fáum far með Gullfossi til Kaupmannahafnar og þaðan til Grikklands, þar sem við byrjum og endum í Aþenu, en eyðum þó lengstum tíma á grísku eyjunum við Tyrklandsstrendur, Rhodos og Karpathos, en á þeirri síðarnefndu má finna þorpið Díafani.

Þangað koma hjónin Jökull Jakobsson og Jóhanna Kristjónsdóttir ásamt börnunum Elísabetu (8 ára), Illuga (6 ára) og Hrafni (1 árs) til að bjarga hjónabandinu, án árangurs. En þessi fjölskylda er í raun heill sagnaheimur í íslenskum bókmenntum; öll virðast þau sískrifandi og mæðgurnar Jóhanna og Elísabet hafa báðar skrifað ótal ævisögulega texta og Jóhanna, Hrafn og hálfsystirin Unnur skrifað mikið af ferðasögum og -ljóðum – og þessi bók er jöfnum höndum fjölskyldusaga og ferðasaga.

Elísabet notar hér sitt bernskusjálf, Ellu Stínu, og heimsækir hér minningar og tilfinningar aftur, sem og þennan sagnaheim, þar eru ákveðin leiðarstef sem koma ítrekað upp. Síðustu tvær bækur hennar, Aprílsólarkuldi og Saknaðarilmur, hafa verið ákveðið uppgjör við foreldrana og hér er það vissulega undirliggjandi, sérstaklega gagnvart föðurnum – en er þó ekki aðalatriði, þau eru einfaldlega draugar sem alltaf fylgja, jafnvel bókstaflega eins og í einni kostulegustu senu bókarinnar þar sem í miðju samtali er flogið hálfa öld fram í tímann.

„Pabbi, segi ég fimmtíu árum seinna.

Hvað, segir hann uppúr gröfinni.“

„Þessi bók er jöfnum höndum fjölskyldusaga og ferðasaga
Ásgeir H. Ingólfsson

Síðustu sólarminningarnar

Það er aðeins flakkað á milli tímaskeiða og í lokin heimsækir 28 ára Elísabet þessar minningar á ný í öðru ferðalagi – en langmest er þó dvalið á árinu 1966, þessum gimstein eins og hún kallar þessa ferð – enda fylgdi skilnaðurinn í kjölfarið og því eru þetta líklega síðustu sólarminningarnar sem börnin eiga af sameinaðri fjölskyldu. Þótt vissulega skynji þau þarna að hjónabandið standi á brauðfótum.

Þetta er samt öðru fremur svipmynd af Grikklandi – og kallast þar á við Dagbók frá Diafani eftir Jökul. Það er birtur kafli úr henni um gönguferð þeirra feðgina, sem telur fjórar og hálfa blaðsíðu. Í kjölfarið bætir Ella Stína við: „Ég man göngutúrinn öðruvísi, skottaðist á eftir pabba með trjágrein í hendinni og man eftir manninum með plóginn.“

Nú hef ég vitaskuld ekki hugmynd um hvort þeirra er áreiðanlegri sögumaður, og þetta er skemmtileg klausa – en afhjúpar þó ákveðinn lykilveikleika bókarinnar – þetta er ferðasaga sem fylgir ákveðin móða bernskuminninga, mögulega innbyggður galli þess að skrifa bernskuminningar án þess að skálda að ráði.

Þessi stutta nóvella er á margan hátt eins og stuttur kafli úr lengri bernskusögu, þar sem ferðalög innanlands fléttast inn í, og líka upprifjun á veröld sem var, þegar svona ferðalög voru miklu sjaldgæfari.

Heillandi minningarleiftur

En verandi stakt verk hefði maður viljað fá fyllri mynd af Grikklandi, hvernig sem það hefði verið útfært, hér birtast okkur aðeins leiftur, persónur sem koma og fara og gleymast – eins og þau sjálf raunar, eins og hún kemst að raun um þegar hún heimsækir þorpið aftur löngu seinna. Heil stjórnarbylting fær ekki nema eitt paragraf og maður saknar dálítið forvitni góðs ferðasöguhöfundar.

Að því sögðu er þetta falleg frásögn og þau minningarleiftur sem hér birtast frá Grikklandi heillandi. Stærsti kostur bókarinnar eru svo ljósmyndirnar – flestar úr einkasafni – og mann langaði að vita hver hélt á myndavélinni, af því þetta eru gullfallegar og oft launfyndnar ljósmyndir sem virkilega færa mann rúma hálfa öld aftur í tímann.


Í hnotskurn: Þessi ferðasaga fjölskyldu til Grikklands og um leið aftur í fortíðina er falleg saga með frábærum ljósmyndum, sem er þó hjúpuð óþarflega mikilli móðu fölnaðra bernskuminninga.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár