Donald J. Trump verður sennilega næsti forseti Bandaríkjanna. Eftir að hafa tryggt sér kjörmenn frá sveifluríkinu Pennsylvaníu er talið líklegt að Trump verði lýstur sigurvegari. Sem stendur hefur Trump nú þegar tryggt sér 267 kjörmenn á meðan Kamala Harris stendur með 224 kjörmenn.
Frambjóðendur þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn til þessa að sigra kosningarnar og því ljóst að það er á brattann að sækja fyrir Harris að vinna upp þennan mismun.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra óskar Trump til hamingju með sigurinn í færslu á X þar sem hann segist hlakka til að vinna með Trump og stjórn hans og styrkja „langvarandi samband okkar sem vini og bandamenn“.
Enn er verið að telja atkvæði og niðurstöður frá ríkjum á borð við Wisconsin, Michigan, Arizona, Alaska, Maine og Nevada liggja enn ekki endanlega eftir að gefa út lokatölur. Trump mælist með forskot í flestum þessara ríkja enn sem komið er fyrir utan Maine.
Til að mynda á enn eftir að telja um 45 prósent greiddra atkvæða í Arizona en þar mælist Trump með rúmlega tveggja prósenta forskot. Trump þarf þó aðeins að vinna Alaska til þess að innsigla sigurinn. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa 73 prósent atkvæða verið talin í Alaska og Trump leiðir með 15 prósenta forskoti á Harris.
Fox News lýsir Trump sigurvegara
Flestar fréttaveitur vestanhafs lýsa því að Trump sé á barmi þess að sigra kosningarnar eftir að hafa unnið lykilsveifluríki sem kosningarnar snerust að miklu leyti um. Flestir miðlar hafa þó beðið með að lýsa því formlega yfir að Trump sé sigurvegari kosninganna.
Fyrir utan Fox News sem lýstu yfir sigri Trumps skömmu eftir að lokatölur frá Pennsylvaníu voru gerðar opinberar og sýndu hann 2,5 prósent forskot. Ásamt því að missa Pennsylvaníu þá tókst forsetaefni Demókrataflokksins ekki að endurtaka leikinn frá síðustu forsetakosningum og tryggja sér kjörmenn frá Georgíu.
Í ræðu sem Trump hélt fyrir stuðningsfólk sitt í West Palm Beach í Flórída lýsti hann yfir sigri og boðaði landsmönnum nýja tíma þar sem hann myndi berjast fyrir því að gera Bandaríkin frábær og máttug á nýjan leik.
the syrup of Superman,
the homeboy of Hulk,
the beauty of Batman,
and the prump of Trump.