Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“

Rík­asti mað­ur heims, Elon Musk, hef­ur sett millj­arða í að gera Don­ald Trump að for­seta og næst rík­asti mað­ur heims hindr­aði að Kamala Harris fengi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu Washingt­on Post. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skýr­ari teng­ingu auðs og valds birt­ast í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.

„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“
Elon Musk Ríkasti maður heims lýsti því yfir í sumar að hann hyggðist verja 45 milljónum Bandaríkjadala, eða um 6 milljörðum króna, í að gera Donald Trump að forseta, en reyndin er að hann varði til þess 118 milljónum dala, eða nær 16 milljörðum króna. Mynd: AFP

Ríkasti maður heims hefur stigið á svið með Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, og næstríkasti maður heims stöðvaði ritstjórn fjölmiðilsins Washington Post, sem er í hans eigu, frá því að lýsa stuðningi við andstæðing Trumps, Kamölu Harris. 

Þannig hefur orðið vaxandi samruni valds og auðs orðið í forsetakosningunum í ár. 

Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafærðingur og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, segir í þættinum Út fyrir boxið, hér á Heimildinni, að breyting sé að verða. „Þetta er einkenni á einhverri hugarfarsbreytingu eða breyttri afstöðu, tengingin á milli auðsins og valdsins er að verða skýrari.“

Inngrip auðmanna í stuðningsyfirlýsingar

Uppsagnir áskrifta hafa dunið á Washington Post síðustu daga. Forsagan er sú að næstríkasti maður heims, Jeff Bezos, keypti blaðið á 250 milljónir bandaríkjadala árið 2013 og hefur það verið rekið undir slagorðinu: Democracy Dies in Darkness, eða lýðræðið deyr í myrkrinu. Þannig naut blaðið svokallaðs „Trump bump“, þegar fólk flykktist í áskrift að stórmiðlum eins og New York Times til þess að styðja sjálfstæða fjölmiðla gegn árásum Donalds Trump, sem lagði áherslu á að útmála fjölmiðla sem lygna og fréttir þeirra falskar í upphafi stjórnmálaferils og forsetatíðar sinnar.

Jeff BezosSegir í grein í Washington Post, sem hann á, að fjölmiðlum sé vantreyst.

Þegar leiðarateymi Washington Post hugðist lýsa yfir stuðingi við Kamölu Harris í forsetakosngunum, með sama hætti og blaðið hefur lýst stuðningi við valda frambjóðendar síðustu áratugi, var hins vegar gripið inn í. Bezos útskýrði inngripið í grein í Washington Post eftir öldu uppsagna á áskriftum. Hann sagði inngripið hafa verið ákveðið innanhúss, en rökstuddi ástæður breyttar stefnu með því að bandaríska þingið nyti meira trausts en fjölmiðlar í könnunum. „Fag okkar nýtur minnst trausts allra. Eitthvað sem við erum að gera er ekki að virka. Flest fólk trúir því að fjölmiðlar séu hlutdrægir. Hver sem sér þetta ekki fylgist ekkert með raunveruleikanum og þau sem berjast gegn veruleikanum eru dæmd til að tapa.“ Um tíu prósent áskrifenda Washington Post hafði sagt upp eftir inngripið, eða 250 þúsund manns.

„Fag okkar nýtur minnst trausts allra.“
Jeff Bezos
Eigandi Washington Post og þriðji ríkasti maður heims um blaðamennsku.

Aðrir, meðal annars fyrrverandi ritstjóri Washington Post, Marty Baron, að aðstæður séu óvenjulegar, þar sem lýðræðið sé hreinlega að veði í kosningunum, vegna margvíslegra yfirlýstra áforma Trumps um að auka völd sín, beita hernum og leita hefnda gegn andstæðingum sínum, verði hann kjörinn. 

Tuttugu pistlahöfundar Washington Post undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kom að ákvörðunin væri „fráhvarf grundvallargilda dagblaðsins sem er [þeim] kært“.

Eigandanum hafði verið hótað

Þá hefur verið bent á hagsmunaárekstur Jeff Bezos, þar sem Trump hefur þegar ítrekað hótað Bezos vegna umfjallana Washington Post. Þar á meðal sakað Bezos um skattaundanskot í því samhengi. Þá hefur komið fram að Amazon, fyrirtækið sem Bezos stofnaði, hafi orðið af 10 billjóna dollara gagnahýsingarsamningi við bandaríska alríkið 2019, sem fulltrúar fyrirtækisins sögðu hafa verið vegna undiróðurs Trumps.

Líkt og Washington Post lét af fyrirætlunum um að lýsa stuðningi við Harris, ákvað vellauðugur eigandi stórblaðsins Los Angels Times að koma í veg fyrir stuðningsyfirlýsingu leiðarateymis við Harris fyrir tveimur vikum. Ritstjóri umræðuhluta blaðsins sagði upp störfum vegna inngripsins. „Ég gerði ekki ráð fyrir að við myndum telja lesendum okkar hughvarf - þeir eru að mestu leyti stuðningsfólk Harris,“ sagði ritstjórinn, Mariel Garza, eftir inngripið og uppsögnina. „En tvennt veldur mér áhyggjum: Við erum á tímapunkti þar sem maður segir meiningu sína hreint út, sama hvað. Og stuðningsyfirlýsing var næsta rökræna skrefið eftir röð leiðara sem við höfum skrifað um hversu hættulegur Trump er lýðræðinu, um vanhæfi hans til setu á forsetastóli, um hótanir hans um að fangelsa óvini hans. Blaðið hefur lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðendur frá árinu 2008.

Gjöf til kjósandaElon Musk afhendir hér kjósandanum Judey Kamora milljón dollara, eða tæpar 140 milljónir króna, á stuðningsfundi til heiðurs Donalds Trump í Lancaster, Pennsylvaniu, í síðustu viku.

Billjónamæringur gefur kjósendum pening

Pennsylvania er lykilríki í bandarísku forsetakosningunum. Þar fást 19 fulltrúar af þeim 270 sem þarf til þess að fara með sigur af hólmi. Bæði Trump og Harris hafa notað lokasprettinn í kosningabaráttunni í ríkinu, en Trump er með stuðning frá ríkasti manni heims, Elon Musk. 

Á hverjum degi afhendir Musk „kjósanda“ í sveifluríkjunum milljón Bandaríkjadali, eða tæpar 140 milljónir króna, í nafni America PAC, sjóðs sem styður Trump í forsetakosningunum. Lögfræðingur samtakanna hefur þó viðurkennt að þiggjendur milljón dollara hafi ekki verið valdir af handahófi, heldur séu þau sérstakir talsmenn samtakanna. Musk er aðaleigandi X - áður Twitter, SpaceX, sem hefur gert marga samninga um eldflaugaskot við bandaríska alríkið og bifreiðaframleiðandans Tesla. Ef Trump verður kjörinn mun Musk fá það sérstaka hlutverk í nýjum aðgerðahópi að skera niður í ríkisútgjöldum, ef marka má yfirlýsingar Trumps. Á sama tíma hefur Musk ríka viðskiptahagsmuni gagnvart einræðisríkjunum Kína og Rússlandi. Eftir að Musk tók yfir Twitter og breytti því í X í nafni málfrelsis, hefur boðskapur harðra hægrimanna orðið meira áberandi en áður. Þannig hefur Washington Post greint frá því að af helstu 100 þingmönnum sem eru á X ná aðeins þingmenn Repúblikana verulegri dreifingu með færslur sínar, eða að verða „viral“.

Framlög Elon Musks til kosningabaráttu Donalds Trump í gegnum hagsmunafélagið America PAC eru talin nema um 118 milljónum Bandaríkjadala, eða yfir 16 milljarða króna.  Musk hefur þó yfir að ráða um 270 milljarða Bandaríkjadala eignum, eða um 37 billjónum króna, sem jafngildir 37 milljónum milljóna króna.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2024

Sigur Trump í höfn
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Sig­ur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.
Íslendingar í Bandaríkjunum fylgjast spenntir með kosningunum
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Ís­lend­ing­ar í Banda­ríkj­un­um fylgj­ast spennt­ir með kosn­ing­un­um

Banda­ríkja­menn kjósa sér for­seta í dag. Heim­ild­in náði tali af tveim­ur Ís­lend­ing­um sem eru bú­sett­ir í Banda­ríkj­un­um. Báð­ir við­mæl­end­ur töldu lík­legt að Harris færi með sig­ur en mik­il óvissa rík­ir um úr­slit kosn­ing­anna og sig­ur­mögu­leika fram­bjóð­end­anna. Skoð­anakann­an­ir benda flest­ar til þess að af­ar mjótt sé á mun­in­um milli Harris og Trump.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
6
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár