Bandaríkjamenn ganga til kosninga í dag þar sem kosið verður um næsta forseta landsins. 78 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Það er um helmingur allra þeirra sem greiddu atkvæði í síðustu forsetakosningum árið 2020.
Margar skoðanakannanir benda til þess að afar mjótt sé á muninum milli frambjóðendanna Donald J. Trump og Kamala Harris. Harris og Trump hafa undanfarið einbeitt sér að sveifluríkjunum svokölluðu en kjörmenn þeirra munu ráða úrslitunum í kosningunum. Þetta eru fylki á borð við Arizona, Nevada, Pennsylvaníu, Michigan, Georgíu, Norður-Karólínu og Wisconsin.
Heimildin náði tali af tveimur Íslendingum sem eru búsettir í Bandaríkjunum og spurði þá út hvernig andrúmsloftið væri í þeirra nærumhverfi gagnvart kosningunum. Þá spurði Heimildin viðmælendur hver þeir teldu að muni fara með sigur úr býtum á morgun.
Kom á óvart hversu lítið er rætt um kosningarnar
Jón Kristinn Einarsson, doktorsnemi í sagnfræði við háskólann í Chicago, segir í samtali …
Athugasemdir