Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Nafn mannsins sem lést í Tungufljóti

„Það er mér af­ar þung­bært að þurfa að til­kynna um að góð­ur fé­lagi okk­ar, Sig­urð­ur Kristó­fer McQuill­an Ósk­ars­son, formað­ur björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils í Mos­fells­bæ, lést í slysi sem varð á æf­ingu í straum­vatns­björg­un í og við Tungufljót síð­deg­is á sunnu­dag,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá for­manni Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar.

Nafn mannsins sem lést í Tungufljóti

Maðurinn sem lést í slysi á björgunarsveitaræfingu á sunnudag heitir Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson og var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur, formanni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 

Hún segir að hugur sinn og allra félaga í Slysvarnarfélaginu sé með aðstandendum hans og félögum.

Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í gær að banaslys hafi orðið þegar karlmaður á fertugsaldri hafi fallið í Tungufljót nálægt Geysi. Straumvatnsbjörgunarmenn náðu manninum upp úr ánni og voru strax hafnar endurlífgunartilraunir á honum, sem báru ekki árangur. Aðstæður á vettvangi voru krefjandi, rigning og mikið vatnsmagn í ánni.

Tilkynning frá Borghildi Fjólu í heild sinni:

„Það er mér afar þungbært að þurfa að tilkynna um að góður félagi okkar,, lést í slysi sem varð á æfingu í straumvatnsbjörgun í og við Tungufljót síðdegis á sunnudag.

Hugur minn og allra félaga í Slysavarnafélaginu Landsbjörg er með aðstandendum hans og félögum og okkar verkefni núna er fyrst og fremst að taka utan um þann hóp með allri þeirri sálrænu aðstoð sem við getum veitt, og þau vilja þiggja.

Rannsókn slyssins er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi og félagið mun að sjálfsögðu veita alla þá aðstoð við hana sem beðið er um.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár