Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
Vita ekki hvað lífið kostar Spurður hvort fólk með meðallaun geti hætt að vinna um fimmtugt, svarar Georg játandi. Fjármálalæsi þurfi til, skilning á fjármálum og fjármálakerfinu og áhrifum verðbólgu og vaxta. Auk þess sé mikilvægt að hafa yfirsýn, en furðumargir viti ekki hvað þeir eyða miklu.

Georg Lúðvíksson, sem hefur unnið við heimilisfjármál og fjármálaráðgjöf um árabil og er meðal annars stofnandi Meniga og í stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs, hvetur alla til að vera opnir og ræða um heimilisfjármálin sem hann segir að sé of mikið tabú í samfélaginu. Hann segir að fjármál þurfi allir að höndla, hvort sem þeir eigi mikið eða lítið af peningum, og að hægt sé að auka lífsgæði sín með því að gæta að góðri fjárhagslegri heilsu. Markmið og möguleikar til þess fara hins vegar eftir aðstæðum og forgangsröðun hvers og eins. „Verðbólga og háir vextir undanfarið hafa bitnað á ráðstöfunartekjum heimilanna og gert mörgum erfiðara um vik að ná endum saman og fólk því haft minna svigrúm til þess að leggja fé til hliðar. Allir, óháð tekjum, geta þó gert eitthvað til þess að bæta fjárhagslega stöðu sína.“

Georg nefnir einmitt mikilvægi góðrar, fjárhagslegrar heilsu þegar hann er spurður hvort fólk …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár