Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Sjálfstæðisflokkurinn stærri en Miðflokkur og Píratafylgið skreppur saman

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist með meira fylgi en Mið­flokk­ur­inn í nýj­um þjóðar­púlsi Gallup. Fylgi Pírata skrepp­ur áfram sam­an og er nú kom­ið nið­ur í rúm 5 pró­sent. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með mest fylgi en það minnk­ar milli mán­aða.

Sjálfstæðisflokkurinn stærri en Miðflokkur og Píratafylgið skreppur saman
Fylgið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, keppast um fylgi. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar jókst á milli mánaða, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Á sama tíma minnkaði fylgi Samfylkingar, Miðflokks og Pírata.

Samfylkingin er þó enn sá flokkur sem mælist með mest fylgi og Miðflokkurinn er enn stærri en Viðreisn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó tekið fram úr Miðflokki. 

Hér að neðan má sjá hvernig fylgið skiptist í þjóðarpúlsinum.

Vinstri græn mælast enn með minnsta fylgið (4%), Sósíalistaflokkurinn mælist með örlítið meira fylgi (4,5%) og Píratar sömuleiðis (5,4%). Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins eru jafnframt undir 10 prósentum en fylgi þeirra breytist lítið á milli mánaða. 

Samfylkingin mælist með mest fylgi, tæp 24, en fylgið minnkar um 2,4 prósent á milli mánaða. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 17,4 prósentum og bætir flokkurinn við sig ríflega þremur prósentum í fylgi milli mánaða. Miðflokkurinn minnkar aftur á móti, mælist nú með 16,5 prósent en mældist með 18,7% í septembermánuði. Fylgi Viðreisnar jókst á sama tíma, fór úr 10,3 prósentum í 13,6 prósent.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár