Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjálfstæðisflokkurinn stærri en Miðflokkur og Píratafylgið skreppur saman

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist með meira fylgi en Mið­flokk­ur­inn í nýj­um þjóðar­púlsi Gallup. Fylgi Pírata skrepp­ur áfram sam­an og er nú kom­ið nið­ur í rúm 5 pró­sent. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með mest fylgi en það minnk­ar milli mán­aða.

Sjálfstæðisflokkurinn stærri en Miðflokkur og Píratafylgið skreppur saman
Fylgið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, keppast um fylgi. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar jókst á milli mánaða, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Á sama tíma minnkaði fylgi Samfylkingar, Miðflokks og Pírata.

Samfylkingin er þó enn sá flokkur sem mælist með mest fylgi og Miðflokkurinn er enn stærri en Viðreisn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó tekið fram úr Miðflokki. 

Hér að neðan má sjá hvernig fylgið skiptist í þjóðarpúlsinum.

Vinstri græn mælast enn með minnsta fylgið (4%), Sósíalistaflokkurinn mælist með örlítið meira fylgi (4,5%) og Píratar sömuleiðis (5,4%). Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins eru jafnframt undir 10 prósentum en fylgi þeirra breytist lítið á milli mánaða. 

Samfylkingin mælist með mest fylgi, tæp 24, en fylgið minnkar um 2,4 prósent á milli mánaða. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 17,4 prósentum og bætir flokkurinn við sig ríflega þremur prósentum í fylgi milli mánaða. Miðflokkurinn minnkar aftur á móti, mælist nú með 16,5 prósent en mældist með 18,7% í septembermánuði. Fylgi Viðreisnar jókst á sama tíma, fór úr 10,3 prósentum í 13,6 prósent.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár