Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umhyggja til allra

„Þetta er mynd sem all­ir geta haft gam­an af og er til­val­in fyr­ir fjöl­skyld­ur sem eiga gælu­dýr,“ skrif­ar Lúkas Em­il Johan­sen eft­ir að hafa séð opn­un­ar­mynd barna­há­tíð­ar­inn­ar í Bíó Para­dís.

Umhyggja til allra
Sjónvarp & Bíó

Kisi

Leikstjórn Gints Zilbalodis
Gefðu umsögn

Kisi, eða Flow, hlaut þann heiður að vera opnunarmynd hátíðarinnar og var sú ákvörðun ekki tekin af handahófi. Myndin hefur unnið til fjölmargra verðlauna víða um Evrópu á síðustu misserum, bæði sem besta myndin en einnig fyrir tónlist.

Myndinni er leikstýrt af lettneska leikstjóranum Gints Zilbalodis, sem skrifar einnig söguna ásamt lettneska Svíanum Matīss Kaža. Richards Zalupe samdi áhrifaríka tónlist fyrir myndina. Kisi er belgísk, frönsk og lettnesk teiknimynd sem segir sögu af hópi dýra þegar flæðir yfir skóginn sem þau búa í og vinskapnum sem myndast þeirra á milli.

Eins og draga má ályktun út frá titli myndarinnar er aðalsöguhetjan köttur sem fram að þessu er mjög einstíga. Við kynnumst honum fyrst þar sem hann sér fyrir sjálfum sér með því að reyna að tína fisk upp úr læknum, en þegar hundahópur fer að rífast sín á milli hver eigi fiskinn sem hundarnir veiddu, notar kötturinn tækifærið, kippir fiskinum …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár