Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Arðgreiðslurnar og opinberu styrkirnir

Baltas­ar Kor­mák­ur Baltas­ars­son er sá kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur sem hef­ur feng­ið hvað mest greitt í fram­leiðslu­styrki frá Kvik­mynda­sjóði Ís­lands, alls 700 millj­ón­ir á síð­ast­liðn­um ára­tug. Fé­lag í hans eigu hyggst greiða út 250 millj­ón­ir króna í arð á ár­inu.

Arðgreiðslurnar og opinberu styrkirnir
Hundruðir milljóna í arð Félag Baltasars hefur greitt út hundruði milljóna króna í arð. Á sama tíma hefur dótturfélag fyrirtækisins sem greiddi út arðinn þegið framleiðslustyrki frá Kvikmyndasjóði Íslands fyrir um 700 milljónir króna. Endurgreiðslur á framleiðslukostnaði hlaupa á milljörðum. Baltasar segir að um tvö aðskilinn fyrirtæki sé að ræða og arðurinn sé að stórum hluta til laun sem hann hefið þegið fyrir verkefni erlendis. Mynd: Ómar Óskarsson/MBL

Á tíu árum hefur Baltasar Kormákur Baltasarsson kvikmyndagerðarmaður fengið alls 700 milljónir í framleiðslustyrki frá Kvikmyndasjóði Íslands. Hann er eini hluthafinn í félaginu Sögn ehf., móðurfélagi framleiðslufélagsins RVK Studios, sem hyggst greiða út 250 milljónir króna í arð á þessu ári. Verkefni RVK Studios hafa hlotið drjúga opinbera styrki frá Kvikmyndasjóði og endurgreiðslur á framleiðslukostnaði. 

Heimildin ræddi málið við Baltasar, sem var spurður um það hvort óvenjulegt væri að fyrirtæki sem fengi slíka styrki greiddi sér út arð upp á hundruð milljóna. 

Hann útskýrir að arðurinn sem Sögn hyggst greiða út komi ekki frá hagnaði af rekstri RVK Studios hér á landi heldur sé um að ræða laun fyrir kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt erlendis. Hann segir Sögn ekki vera kvikmyndaframleiðslufyrirtæki sem sæki styrki til Kvikmyndasjóðs. 

Umdeildar breytingar

Mikil umræða hefur að undanförnu farið fram um breytingar sem Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lét innleiða á styrkjaumhverfi til kvikmyndaframleiðslu hér …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár