Á tíu árum hefur Baltasar Kormákur Baltasarsson kvikmyndagerðarmaður fengið alls 700 milljónir í framleiðslustyrki frá Kvikmyndasjóði Íslands. Hann er eini hluthafinn í félaginu Sögn ehf., móðurfélagi framleiðslufélagsins RVK Studios, sem hyggst greiða út 250 milljónir króna í arð á þessu ári. Verkefni RVK Studios hafa hlotið drjúga opinbera styrki frá Kvikmyndasjóði og endurgreiðslur á framleiðslukostnaði.
Heimildin ræddi málið við Baltasar, sem var spurður um það hvort óvenjulegt væri að fyrirtæki sem fengi slíka styrki greiddi sér út arð upp á hundruð milljóna.
Hann útskýrir að arðurinn sem Sögn hyggst greiða út komi ekki frá hagnaði af rekstri RVK Studios hér á landi heldur sé um að ræða laun fyrir kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt erlendis. Hann segir Sögn ekki vera kvikmyndaframleiðslufyrirtæki sem sæki styrki til Kvikmyndasjóðs.
Umdeildar breytingar
Mikil umræða hefur að undanförnu farið fram um breytingar sem Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lét innleiða á styrkjaumhverfi til kvikmyndaframleiðslu hér …
Athugasemdir