Arðgreiðslurnar og opinberu styrkirnir

Baltas­ar Kor­mák­ur Baltas­ars­son er sá kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur sem hef­ur feng­ið hvað mest greitt í fram­leiðslu­styrki frá Kvik­mynda­sjóði Ís­lands, alls 700 millj­ón­ir á síð­ast­liðn­um ára­tug. Fé­lag í hans eigu hyggst greiða út 250 millj­ón­ir króna í arð á ár­inu.

Arðgreiðslurnar og opinberu styrkirnir
Hundruðir milljóna í arð Félag Baltasars hefur greitt út hundruði milljóna króna í arð. Á sama tíma hefur dótturfélag fyrirtækisins sem greiddi út arðinn þegið framleiðslustyrki frá Kvikmyndasjóði Íslands fyrir um 700 milljónir króna. Endurgreiðslur á framleiðslukostnaði hlaupa á milljörðum. Baltasar segir að um tvö aðskilinn fyrirtæki sé að ræða og arðurinn sé að stórum hluta til laun sem hann hefið þegið fyrir verkefni erlendis. Mynd: Ómar Óskarsson/MBL

Á tíu árum hefur Baltasar Kormákur Baltasarsson kvikmyndagerðarmaður fengið alls 700 milljónir í framleiðslustyrki frá Kvikmyndasjóði Íslands. Hann er eini hluthafinn í félaginu Sögn ehf., móðurfélagi framleiðslufélagsins RVK Studios, sem hyggst greiða út 250 milljónir króna í arð á þessu ári. Verkefni RVK Studios hafa hlotið drjúga opinbera styrki frá Kvikmyndasjóði og endurgreiðslur á framleiðslukostnaði. 

Heimildin ræddi málið við Baltasar, sem var spurður um það hvort óvenjulegt væri að fyrirtæki sem fengi slíka styrki greiddi sér út arð upp á hundruð milljóna. 

Hann útskýrir að arðurinn sem Sögn hyggst greiða út komi ekki frá hagnaði af rekstri RVK Studios hér á landi heldur sé um að ræða laun fyrir kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt erlendis. Hann segir Sögn ekki vera kvikmyndaframleiðslufyrirtæki sem sæki styrki til Kvikmyndasjóðs. 

Umdeildar breytingar

Mikil umræða hefur að undanförnu farið fram um breytingar sem Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lét innleiða á styrkjaumhverfi til kvikmyndaframleiðslu hér …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár