Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Minningarathöfn um Geir Örn

Geirs Arn­ar Jac­ob­sen, sem lést í elds­voða á Stuðl­um, verð­ur minnst í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík á fimmtu­dag­inn. At­höfn­in er op­in öll­um þeim sem misst hafa börn sín vegna fíkni­sjúk­dóms, en er fyrst og fremst ætl­uð vin­um Geirs Arn­ar.

Minningarathöfn um Geir Örn

Haldin verður minningarathöfn um Geir Örn Jacobsen í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 31. október klukkan 17.  Geir Örn lést þann 19. október í eldsvoða á meðferðarheimilinu Stuðlum. 

„Athöfnin er opin öllum þeim sem misst hafa börn sín vegna fíknisjúkdóms, en er fyrst og fremst ætluð vinum Geira. Fjölmiðlar velkomnir,“ segir í tilkynningu frá foreldrum Geirs Arnar, þeim Jóni K. Jacobsen og Katrínu Ingvadóttur.

Séra Davíð Þór Jónsson mun leiða athöfnina og það verður frjálst að taka til máls í athöfninni fyrir þá sem vilja. Að henni lokinni verður gengið að tröppum Alþingishússins og lagðar á þær rósir til að minnast þeirra sem hafa látist af völdum fíknisjúkdóms. 

Jón, faðir Geirs Arnar, steig fram í liðinni viku og sagði frá baráttu sinni í kerfinu við að halda syni sínum á lífi. Hann sagði þá að reynt væri að kæfa umræðuna um „týndu börnin í kerfinu“ sem mættu gríðarlegum fordómum. 

Jón segir að brotalamirnar í kerfinu séu alvarlegar þegar það kemur að þeim hópi sem glímir við fíknivanda. „Kerfið er stöðugt að bregðast börnum og ungmennum.“ Jón segir að árum saman hafi hann verið vakinn og sofinn yfir velferð sonar síns. „Ég barðist eins og ljón. Ég barðist við kerfið til að halda syni mínum á lífi. Núna berst ég við kerfið til að halda minningu hans á lofti.“  

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár