Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Verkfall kennara hafið í níu skólum

Verk­fall hófst í níu skól­um í dag vegna kjara­bar­áttu kenn­ara. Ótíma­bund­ið verk­fall er í fjór­um leik­skól­um en tíma­bund­ið verk­fall í þrem­ur grunn­skól­um, ein­um fram­halds­skóla og ein­um tón­list­ar­skóla.

Verkfall kennara hafið í níu skólum

Samningafundi í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkisins hins vegar lauk í gærkvöldi, án árangurs. Verkfall hófst því í dag í alls níu skólum. Næsti formlegi samningafundur hefur ekki verið boðaður.

Verkföll eru jafnframt boðuð í þremur grunnskólum frá 25. nóvember til 20. desember. Þetta eru Árbæjarskóli í Reykjavík, Garðaskóli í Garðabæ og Heiðarskóli í Reykjanesbæ. Þá hefur verkfall verið boðað í Menntaskólanum í Reykjavík frá 11. nóvember til 20. desember.

Verkfallsaðgerðir sem hófust í dag:

Ótímabundið verkfall í fjórum leikskólum
  • Leikskóli Seltjarnarness

  • Drafnarsteinn í Reykjavík

  • Holt í Reykjanesbæ

  • Ársalir á Sauðárkróki

Tímabundið verkfall í fjórum grunnskólum, frá 29. október til 22. nóvember
  • Áslandsskóli í Hafnarfirði

  • Laugalækjarskóli í Reykjavík

  • Lundarskóli á Akureyri

Tímabundnar aðgerðir í framhaldsskóla og tónlistarskóla, frá 29. október til 20. desember
  • Framhaldsskóli Suðurlands

  • Tónlistarskóli Ísafjarðar

Alls fara félagsmenn sex aðildarfélaga KÍ í verkfall; þetta eru Félag grunnskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félag stjórnenda í framhaldsskólum og Skólastjórafélag Íslands. Félagsmenn Félags stjórnenda leikskóla hafa ekki verkfallsrétt.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár