Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Verkfall kennara hafið í níu skólum

Verk­fall hófst í níu skól­um í dag vegna kjara­bar­áttu kenn­ara. Ótíma­bund­ið verk­fall er í fjór­um leik­skól­um en tíma­bund­ið verk­fall í þrem­ur grunn­skól­um, ein­um fram­halds­skóla og ein­um tón­list­ar­skóla.

Verkfall kennara hafið í níu skólum

Samningafundi í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkisins hins vegar lauk í gærkvöldi, án árangurs. Verkfall hófst því í dag í alls níu skólum. Næsti formlegi samningafundur hefur ekki verið boðaður.

Verkföll eru jafnframt boðuð í þremur grunnskólum frá 25. nóvember til 20. desember. Þetta eru Árbæjarskóli í Reykjavík, Garðaskóli í Garðabæ og Heiðarskóli í Reykjanesbæ. Þá hefur verkfall verið boðað í Menntaskólanum í Reykjavík frá 11. nóvember til 20. desember.

Verkfallsaðgerðir sem hófust í dag:

Ótímabundið verkfall í fjórum leikskólum
  • Leikskóli Seltjarnarness

  • Drafnarsteinn í Reykjavík

  • Holt í Reykjanesbæ

  • Ársalir á Sauðárkróki

Tímabundið verkfall í fjórum grunnskólum, frá 29. október til 22. nóvember
  • Áslandsskóli í Hafnarfirði

  • Laugalækjarskóli í Reykjavík

  • Lundarskóli á Akureyri

Tímabundnar aðgerðir í framhaldsskóla og tónlistarskóla, frá 29. október til 20. desember
  • Framhaldsskóli Suðurlands

  • Tónlistarskóli Ísafjarðar

Alls fara félagsmenn sex aðildarfélaga KÍ í verkfall; þetta eru Félag grunnskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félag stjórnenda í framhaldsskólum og Skólastjórafélag Íslands. Félagsmenn Félags stjórnenda leikskóla hafa ekki verkfallsrétt.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár