Samningafundi í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkisins hins vegar lauk í gærkvöldi, án árangurs. Verkfall hófst því í dag í alls níu skólum. Næsti formlegi samningafundur hefur ekki verið boðaður.
Verkföll eru jafnframt boðuð í þremur grunnskólum frá 25. nóvember til 20. desember. Þetta eru Árbæjarskóli í Reykjavík, Garðaskóli í Garðabæ og Heiðarskóli í Reykjanesbæ. Þá hefur verkfall verið boðað í Menntaskólanum í Reykjavík frá 11. nóvember til 20. desember.
Verkfallsaðgerðir sem hófust í dag:
Ótímabundið verkfall í fjórum leikskólum
-
Leikskóli Seltjarnarness
-
Drafnarsteinn í Reykjavík
-
Holt í Reykjanesbæ
-
Ársalir á Sauðárkróki
Tímabundið verkfall í fjórum grunnskólum, frá 29. október til 22. nóvember
-
Áslandsskóli í Hafnarfirði
-
Laugalækjarskóli í Reykjavík
-
Lundarskóli á Akureyri
Tímabundnar aðgerðir í framhaldsskóla og tónlistarskóla, frá 29. október til 20. desember
-
Framhaldsskóli Suðurlands
-
Tónlistarskóli Ísafjarðar
Alls fara félagsmenn sex aðildarfélaga KÍ í verkfall; þetta eru Félag grunnskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félag stjórnenda í framhaldsskólum og Skólastjórafélag Íslands. Félagsmenn Félags stjórnenda leikskóla hafa ekki verkfallsrétt.
Athugasemdir