Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist í skugga ofríkis

Ekk­ert bend­ir til þess að orka úr áform­aðri Hvamms­virkj­un verði nýtt sér­stak­lega í þágu orku­skipta eða raf­orku­ör­ygg­is, seg­ir fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar. Því fari reynd­ar víðs­fjarri. „Rétt­mæt og marg­sönn­uð gagn­rýni á um­hverf­is­fórn­ir virkj­un­ar­inn­ar hafa ver­ið snið­geng­in og þögg­uð í tvo ára­tugi.“

Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist í skugga ofríkis
Enginn orkuskortur Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir margt hafa breyst síðan umhverfismat vegna Hvammsvirkjunar var gert fyrir tveimur áratugum. Mynd: Golli

400 hektara uppistöðulón í miðri byggð er stórt inngrip og áhætta fyrir lífríkið og íbúa svæðisins,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar og félagi í samtökunum Sól á Suðurlandi, um þau umdeildu áform Landsvirkjunar að byggja Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Þrenn náttúruverndarsamtök hafa kært nýútgefin framkvæmdaleyfi og virkjunarleyfi vegna virkjunarinnar og þótt Landvernd sé ekki á meðal þeirra segir Björg Eva samtökin taka heilshugar undir kærur hinna samtakanna.

„Þótt Ísland fórnaði allri sinni náttúru og ásýnd lands myndi okkar orka einungis fullnægja minna en prómilli af orkuþörf heimsins“
Björg Eva Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri Landverndar.

Hópur íbúa og landeigenda við Þjórsá hefur einnig kært leyfisveitingarnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og hefur Landsvirkjun innan við tvær vikur til að skila andmælum. 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Rangárþing ytra gáfu út framkvæmdaleyfi í fyrra og Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi í lok árs 2022. Úrskurðarnefndin felldi öll þessi leyfi úr gildi. Þau hafa nú öll verið endurútgefin og aftur er kært því sautján kærumál hafa borist nefndinni vegna þessa.

„Framkvæmdin byggir á eldgömlu umhverfismati, án nokkurs tillits til nýrra laga og alþjóðlegra samninga sem lögfestir hafa verið til varnar náttúrunni, til dæmis lög um stjórn vatnamála og lög um líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Björg Eva um áformaða Hvammsvirkjun. „Á sama tíma höfum við undirritað Parísarsamninginn og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í matskýrslunni frá 2003 var ekki minnst á loftslagsmál.“

Björg Eva segir náttúruverndarsamtök telja framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjast í skugga ofríkis gegn náttúru, samfélagi og eðlilegri stjórnsýslu. Þau telji ósannað að almannahagsmunir séu í húfi, en leyfi sem áður hafði verið fellt úr gildi, var endurútgefið vegna meintra almannahagsmuna, orkuskipta og raforkuöryggis, líkt og hún orðar það. Hún minnir á að stjórnvöld hafi ekki markað skýra stefnu og áherslur um orkunýtingu og að ekkert bendi til þess að orka úr Þjórsá verði nýtt sérstaklega í þágu orkuskipta eða raforkuöryggis. Því fari reyndar víðsfjarri. „Réttmæt og margsönnuð gagnrýni á umhverfisfórnir virkjunarinnar hafa verið sniðgengin og þögguð í tvo áratugi.“

Landvernd hefur ítrekað haldið þeim sjónarmiðum á lofti að hér á landi sé ekki orkuskortur og að ekki þurfi að virkja sérstaklega til orkuskipta. Það verði að forgangsraða í orkusölu, en ekki miða við að mæta óendanlegri eftirspurn. Betur megi fara með þá orku sem þegar er framleidd, draga úr sóun sem sé umtalsverð í kerfinu og nýta nýjar lausnir sem séu smærri í sniðum. „Þótt Ísland fórnaði allri sinni náttúru og ásýnd lands myndi okkar orka einungis fullnægja minna en prómilli af orkuþörf heimsins,“ segir Björg Eva. „Er það þess virði?“ 

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Staðreynd: Það er augljóslega ekki hægt að virkja endalaust meira.
    Spurning: Hvað ætlum við að gera þegar búið er að virkja allt og okkur vantar meiri orku? Getum við ekki bara gert ÞAÐ núna!? Og sleppt því að eyðileggja náttúruna?
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það hefur verið ljóst síðan Guðlaugur Þór hrökklaðist úr borgarstjórn eftir stóra klandrið þegar hann vann að því að gefa Orkuveituna í hendur ævintýramanna. Að þessum manni er á engan hátt treystandi til að fara með þjóðareigur.

    Það er enginn ágreiningur um að virkja þurfi meira á Íslandi til framtíðar. Ágreiningurinn snýst um að viðbótarorka sem framleidd yrði væri notuð til að styrkja íslensku þjóðina til orkuskipta eða seld erlendum aðilum.

    ,,Björg Eva segir náttúruverndarsamtök telja framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjast í skugga ofríkis gegn náttúru, samfélagi og eðlilegri stjórnsýslu. Þau telji ósannað að almannahagsmunir séu í húfi, en leyfi sem áður hafði verið fellt úr gildi, var endurútgefið vegna meintra almannahagsmuna, orkuskipta og raforkuöryggis, líkt og hún orðar það.

    Hún minnir á að stjórnvöld hafi ekki markað skýra stefnu og áherslur um orkunýtingu og að ekkert bendi til þess að orka úr Þjórsá verði nýtt sérstaklega í þágu orkuskipta eða raforkuöryggis. Því fari reyndar víðsfjarri. „Réttmæt og margsönnuð gagnrýni á umhverfisfórnir virkjunarinnar hafa verið sniðgengin og þögguð í tvo áratugi.“

    Gulli er nú þegar búinn að rústa því viðnámi sem hagsmunir almennings með Umhverfisstofnun og hrekja burt þann eina orkumálstjóra sem stóð í fæturnar gegn orkugróðaöflunum.

    Erlendir aðilar njóta nú þegar um 95% af raforku sem framleidd er í landinu.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Frábær grein takk fyrir
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
1
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
2
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár