Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist í skugga ofríkis

Ekk­ert bend­ir til þess að orka úr áform­aðri Hvamms­virkj­un verði nýtt sér­stak­lega í þágu orku­skipta eða raf­orku­ör­ygg­is, seg­ir fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar. Því fari reynd­ar víðs­fjarri. „Rétt­mæt og marg­sönn­uð gagn­rýni á um­hverf­is­fórn­ir virkj­un­ar­inn­ar hafa ver­ið snið­geng­in og þögg­uð í tvo ára­tugi.“

Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist í skugga ofríkis
Enginn orkuskortur Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir margt hafa breyst síðan umhverfismat vegna Hvammsvirkjunar var gert fyrir tveimur áratugum. Mynd: Golli

400 hektara uppistöðulón í miðri byggð er stórt inngrip og áhætta fyrir lífríkið og íbúa svæðisins,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar og félagi í samtökunum Sól á Suðurlandi, um þau umdeildu áform Landsvirkjunar að byggja Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Þrenn náttúruverndarsamtök hafa kært nýútgefin framkvæmdaleyfi og virkjunarleyfi vegna virkjunarinnar og þótt Landvernd sé ekki á meðal þeirra segir Björg Eva samtökin taka heilshugar undir kærur hinna samtakanna.

„Þótt Ísland fórnaði allri sinni náttúru og ásýnd lands myndi okkar orka einungis fullnægja minna en prómilli af orkuþörf heimsins“
Björg Eva Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri Landverndar.

Hópur íbúa og landeigenda við Þjórsá hefur einnig kært leyfisveitingarnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og hefur Landsvirkjun innan við tvær vikur til að skila andmælum. 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Rangárþing ytra gáfu út framkvæmdaleyfi í fyrra og Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi í lok árs 2022. Úrskurðarnefndin felldi öll þessi leyfi úr gildi. Þau hafa nú öll verið endurútgefin og aftur er kært því sautján kærumál hafa borist nefndinni vegna þessa.

„Framkvæmdin byggir á eldgömlu umhverfismati, án nokkurs tillits til nýrra laga og alþjóðlegra samninga sem lögfestir hafa verið til varnar náttúrunni, til dæmis lög um stjórn vatnamála og lög um líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Björg Eva um áformaða Hvammsvirkjun. „Á sama tíma höfum við undirritað Parísarsamninginn og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í matskýrslunni frá 2003 var ekki minnst á loftslagsmál.“

Björg Eva segir náttúruverndarsamtök telja framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjast í skugga ofríkis gegn náttúru, samfélagi og eðlilegri stjórnsýslu. Þau telji ósannað að almannahagsmunir séu í húfi, en leyfi sem áður hafði verið fellt úr gildi, var endurútgefið vegna meintra almannahagsmuna, orkuskipta og raforkuöryggis, líkt og hún orðar það. Hún minnir á að stjórnvöld hafi ekki markað skýra stefnu og áherslur um orkunýtingu og að ekkert bendi til þess að orka úr Þjórsá verði nýtt sérstaklega í þágu orkuskipta eða raforkuöryggis. Því fari reyndar víðsfjarri. „Réttmæt og margsönnuð gagnrýni á umhverfisfórnir virkjunarinnar hafa verið sniðgengin og þögguð í tvo áratugi.“

Landvernd hefur ítrekað haldið þeim sjónarmiðum á lofti að hér á landi sé ekki orkuskortur og að ekki þurfi að virkja sérstaklega til orkuskipta. Það verði að forgangsraða í orkusölu, en ekki miða við að mæta óendanlegri eftirspurn. Betur megi fara með þá orku sem þegar er framleidd, draga úr sóun sem sé umtalsverð í kerfinu og nýta nýjar lausnir sem séu smærri í sniðum. „Þótt Ísland fórnaði allri sinni náttúru og ásýnd lands myndi okkar orka einungis fullnægja minna en prómilli af orkuþörf heimsins,“ segir Björg Eva. „Er það þess virði?“ 

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Staðreynd: Það er augljóslega ekki hægt að virkja endalaust meira.
    Spurning: Hvað ætlum við að gera þegar búið er að virkja allt og okkur vantar meiri orku? Getum við ekki bara gert ÞAÐ núna!? Og sleppt því að eyðileggja náttúruna?
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það hefur verið ljóst síðan Guðlaugur Þór hrökklaðist úr borgarstjórn eftir stóra klandrið þegar hann vann að því að gefa Orkuveituna í hendur ævintýramanna. Að þessum manni er á engan hátt treystandi til að fara með þjóðareigur.

    Það er enginn ágreiningur um að virkja þurfi meira á Íslandi til framtíðar. Ágreiningurinn snýst um að viðbótarorka sem framleidd yrði væri notuð til að styrkja íslensku þjóðina til orkuskipta eða seld erlendum aðilum.

    ,,Björg Eva segir náttúruverndarsamtök telja framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjast í skugga ofríkis gegn náttúru, samfélagi og eðlilegri stjórnsýslu. Þau telji ósannað að almannahagsmunir séu í húfi, en leyfi sem áður hafði verið fellt úr gildi, var endurútgefið vegna meintra almannahagsmuna, orkuskipta og raforkuöryggis, líkt og hún orðar það.

    Hún minnir á að stjórnvöld hafi ekki markað skýra stefnu og áherslur um orkunýtingu og að ekkert bendi til þess að orka úr Þjórsá verði nýtt sérstaklega í þágu orkuskipta eða raforkuöryggis. Því fari reyndar víðsfjarri. „Réttmæt og margsönnuð gagnrýni á umhverfisfórnir virkjunarinnar hafa verið sniðgengin og þögguð í tvo áratugi.“

    Gulli er nú þegar búinn að rústa því viðnámi sem hagsmunir almennings með Umhverfisstofnun og hrekja burt þann eina orkumálstjóra sem stóð í fæturnar gegn orkugróðaöflunum.

    Erlendir aðilar njóta nú þegar um 95% af raforku sem framleidd er í landinu.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Frábær grein takk fyrir
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.
Vörðufell: Vatnsból sveitar eða rafhlaða vindorkuvera?
ÚttektVirkjanir

Vörðu­fell: Vatns­ból sveit­ar eða raf­hlaða vindorku­vera?

Orku­veita Reykja­vík­ur hætti við kynn­ing­ar­fund á áform­aðri virkj­un uppi á Vörðu­felli vegna and­stöðu land­eig­enda. „Við höf­um ekki áhuga á að gera þetta öðru­vísi en í sátt og góðri sam­vinnu við sam­fé­lag­ið,“ seg­ir Hera Gríms­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra hjá OR. „Fyr­ir okk­ur er vatn­ið mik­il­væg­ara en ódýrt raf­magn sem færi jafn­vel í raf­mynta­gröft eða stór­iðju,“ seg­ir land­eig­andi.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
3
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár