Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rigning og rok — „Hvað ertu að gera okkur Bjarni“

Bjarni Bene­dikts­son stillti sér upp með Volodimír Selenskí í rign­ing­unni fyr­ir ut­an gesta­stof­una við Hak­ið á Þing­völl­um, þar sem þeir tóku sam­an á móti for­sæt­is­ráð­herr­um hinna Norð­ur­landa­þjóð­anna.

Rigning og rok — „Hvað ertu að gera okkur Bjarni“

„Hvað ertu að gera okkur Bjarni,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, áður en hún kyssti Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á kinnina í íslensku haustverði við gestastofuna við Hakið á Þingvöllum. Bjarni hafði ætlað sér að ganga með Selenskí frá Þingvallabænum og upp í gestastofuna en þeir slaufuðu því. 

„Við gengum að gjánni,“ sagði Bjarni og brosti. Sjálfur var hann búinn að klæða sig í íslenska lopapeysu undir jakkann en Selenskí sagðist öfunda hann af klæðanaðinum. Rigning og rok einkennir leiðtogafund Norðurlandanna með Selenskí, þar sem sá síðastnefndi vonast til að tryggja frekari stuðning „mikilvægustu stuðningsmanna Úkraínu“. 

„Þetta er sögufrægur staður?“ spurði Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, þegar hann steig út úr bílnum og út í rigninguna. Svipurinn gaf til kynna að hann vildi fullvisa sig um að það væri gild ástæða fyrir því að þetta væri fundarstaðurinn. Mette benti á ullarpeysu Bjarna og sagði að hann væri sá eini sem væri rétt klæddur fyrir þetta veður. 

Fundurinn sem nú á sér stað á Þingvöllum er ekki sá fyrsti sem Selenskí á með kollegum sínum á Norðurlöndunum. En þetta er sá fyrsti sem fram fer á Íslandi. Selenskí sagðist ánægður með fund sinn með Bjarna í Þingvallabænum, sem stóð í um klukkustund. 

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna sitja fundinn, en öll eru þau samankomin á Íslandi til að sitja þing Norðurlandaráðs sem fram fer í ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni. Yfirskrift þingsins í ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“. Varnarmálaráðherrar landanna koma einnig til með að funda sérstaklega á meðan þinginu stendur en líklegt má telja að stuðningur við Úkraínu verði einnig fyrirferðamikill í umræðum á meðal þingfulltrúa. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár