Rigning og rok — „Hvað ertu að gera okkur Bjarni“

Bjarni Bene­dikts­son stillti sér upp með Volodimír Selenskí í rign­ing­unni fyr­ir ut­an gesta­stof­una við Hak­ið á Þing­völl­um, þar sem þeir tóku sam­an á móti for­sæt­is­ráð­herr­um hinna Norð­ur­landa­þjóð­anna.

Rigning og rok — „Hvað ertu að gera okkur Bjarni“

„Hvað ertu að gera okkur Bjarni,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, áður en hún kyssti Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á kinnina í íslensku haustverði við gestastofuna við Hakið á Þingvöllum. Bjarni hafði ætlað sér að ganga með Selenskí frá Þingvallabænum og upp í gestastofuna en þeir slaufuðu því. 

„Við gengum að gjánni,“ sagði Bjarni og brosti. Sjálfur var hann búinn að klæða sig í íslenska lopapeysu undir jakkann en Selenskí sagðist öfunda hann af klæðanaðinum. Rigning og rok einkennir leiðtogafund Norðurlandanna með Selenskí, þar sem sá síðastnefndi vonast til að tryggja frekari stuðning “mikilvægustu stuðningsmanna Úkraínu”. 

„Þetta er sögufrægur staður?“ spurði Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, þegar hann steig út úr bílnum og út í rigninguna. Svipurinn gaf til kynna að hann vildi fullvisa sig um að það væri gild ástæða fyrir því að þetta væri fundarstaðurinn. Mette benti á ullarpeysu Bjarna og sagði að hann væri sá eini sem væri rétt klæddur fyrir þetta veður. 

Fundurinn sem nú á sér stað á Þingvöllum er ekki sá fyrsti sem Selenskí á með kollegum sínum á Norðurlöndunum. En þetta er sá fyrsti sem fram fer á Íslandi. Selenskí sagðist ánægður með fund sinn með Bjarna í Þingvallabænum, sem stóð í um klukkustund. 

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna sitja fundinn, en öll eru þau samankomin á Íslandi til að sitja þing Norðurlandaráðs sem fram fer í ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni. Yfirskrift þingsins í ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“. Varnarmálaráðherrar landanna koma einnig til með að funda sérstaklega á meðan þinginu stendur en líklegt má telja að stuðningur við Úkraínu verði einnig fyrirferðamikill í umræðum á meðal þingfulltrúa. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var að mála partíið innra með mér“
1
Viðtal

„Ég var að mála par­tí­ið innra með mér“

„Að losa mig við nauðg­un­ar­byrð­ina end­ur­nýj­aði mig sem höf­und og lista­mann,“ seg­ir Hall­grím­ur Helga­son, nú þeg­ar hann fagn­ar list­ræn­um sigr­um – sem hefðu jafn­vel ekki orð­ið svo magn­að­ir án áfalla for­tíð­ar. Sköp­un hans á sér eng­in tak­mörk, líkt og sjá má á yf­ir­lits­sýn­ingu á verk­um hans og í loka­bindi þrí­leiks hans. Hann ræð­ir eitt eitr­að­asta mál­ið sem skek­ið hef­ur ís­lensk­an bók­mennta­heim; þeg­ar hann steig fram sem þol­andi nauðg­un­ar og mætti háði vold­ugra penna – með­al ann­ars hjá RÚV.
Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
4
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Með yfirgangi skal hval drepa
6
AðsentAlþingiskosningar 2024

Bjarki Hjörleifsson

Með yf­ir­gangi skal hval drepa

„Helsti tals­mað­ur hval­veiða og bar­áttu­mað­ur, Jón Gunn­ars­son, fær nú tæki­færi til þess að vinna að út­gáfu lang­tíma­leyf­is til hval­veiða, í starfs­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar,“ skrif­ar Bjarki Hjör­leifs­son í að­sendri grein en hann er fyrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur mat­væla­ráð­herra sem nú skip­ar 2. sæti á lista VG i Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
3
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu