Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sympatískari gagnvart Sigmundi eftir því sem „hugmyndafræðin þvoðist af“

Snorri Más­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir Mið­flokk­inn ekki vera eitt­hvað hylki ut­an um for­mann­inn Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son – held­ur al­vöru stjórn­mála­flokk. Hann hefði upp­haf­lega hall­ast til vinstri en síð­an orð­ið skiln­ings­rík­ari í garð Sig­mund­ar Dav­íðs „eft­ir því sem minn innri mað­ur kom bet­ur í ljós gagn­vart sjálf­um mér og hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af mér.“

Snorri Másson fjölmiðlamaður er nýgenginn í Miðflokkinn og sækist eftir oddvitasæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi alþingiskosningum. Hann segist hafa orðið sympatískari gagnvart formanni flokksins eftir því sem hans innri maður kom betur í ljós. Hann ætti heima í Miðflokknum og þessi niðurstaða sé því eðlileg. 

Snorri var einn viðmælanda Ragnhildar Þrastardóttur í nýjasta þætti Pressu í hádeginu. Auk hans sátu Lenya Rún Taha Karim, oddviti Pírata í Reykjavík norður, og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fyrir svörum.

„JD Vance er flottur gaur“

Snorri sagði að hann hefði framan af hallast til vinstri frekar en til hægri í stjórnmálum. „Svo rjátlast þetta af manni eins og á að gerast. Þá var ég alltaf framan af svolítið vondur við Sigmund Davíð. Og svo kannski sífellt sympatískari gagnvart Sigmundi Davíð eftir því sem minn innri maður kom betur í ljós gagnvart sjálfum mér og hugmyndafræðin þvoðist af mér.“

Þáttarstjórnandi svaraði Snorra að hann hljómaði þarna svolítið eins og JD Vance, varaforsetaefni Donalds Trump í forsetakosningunum bandarísku. 

„Ég meina, JD Vance er flottur gaur,“ sagði Snorri. „Svona áður en ég veit af er ég sammála Sigmundi Davíð í einu og öllu. Þetta er eitthvað sem margir í samfélaginu hafa lent í. Það er þessi innri miðflokksmaður sem brýst fram og það gerðist hjá mér. Ég á heima í Miðflokknum.“

Snorri segir að það hefði komið sér einlæglega óvart hversu mikill strúktúr væri í flokknum og meðlimir hans fjölbreyttir. „Ég er ekkert að ganga inn í eitthvað hylki utan um Sigmund Davíð. Þetta er bara alvöru stjórnmálaflokkur. Mín sýn, ef við förum út í það, er það að gera Miðflokkinn að nýja breiða aflinu í íslenskum stjórnmálum.“

Klaustursmálið: Óeðlilegt að hlera fólk

Þegar hann var spurður út í Klaustursmálið, sem bæði Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru viðriðnir, sagði Snorri að hann fordæmi tal líkt og þar var haft uppi. „Ég myndi aldrei hafa svona orð uppi enda höfðu þeir ekki þessi orð uppi opinberlega. Þetta er í einhverju fylleríi á bar. “

Hann segir þó að tvær grímur hafi farið að renna á fólk eftir því sem tíminn leið um það hve eðlilegt sé að hlera fólk og birta svo gögnin opinberlega.

Finnst þér það vera stóra málið í þessu - að þeir hafi verið hleraðir en ekki orðræðan sem þeir fóru fram með?

„Það er stór angi á þessu máli. [...] Ég tel að flest af þessu hafi ekki átt erindi við almenning ef það er fengið eftir þessum leiðum. Ég er alveg á því.“

 Horfa má á nýjasta þátt Pressu í heild sinni hér að neðan:

Kjósa
-6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Það verða slæmir tímar ef þessi spjátrungur verður kosinn á Alþingi. Manni dettur bara í hug valdasjúkur framagosi.
    1
  • Hjalti Garðarsson skrifaði
    Og ekkert óeðlilegt að vera á fylleríi á tíma Alþingis? Þar skaustu þig niður Snorri sem trúverðugur.
    2
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Hafa skal það sem betur hljómar 🤥
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár