Sympatískari gagnvart Sigmundi eftir því sem „hugmyndafræðin þvoðist af“

Snorri Más­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir Mið­flokk­inn ekki vera eitt­hvað hylki ut­an um for­mann­inn Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son – held­ur al­vöru stjórn­mála­flokk. Hann hefði upp­haf­lega hall­ast til vinstri en síð­an orð­ið skiln­ings­rík­ari í garð Sig­mund­ar Dav­íðs „eft­ir því sem minn innri mað­ur kom bet­ur í ljós gagn­vart sjálf­um mér og hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af mér.“

Snorri Másson fjölmiðlamaður er nýgenginn í Miðflokkinn og sækist eftir oddvitasæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi alþingiskosningum. Hann segist hafa orðið sympatískari gagnvart formanni flokksins eftir því sem hans innri maður kom betur í ljós. Hann ætti heima í Miðflokknum og þessi niðurstaða sé því eðlileg. 

Snorri var einn viðmælanda Ragnhildar Þrastardóttur í nýjasta þætti Pressu í hádeginu. Auk hans sátu Lenya Rún Taha Karim, oddviti Pírata í Reykjavík norður, og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fyrir svörum.

„JD Vance er flottur gaur“

Snorri sagði að hann hefði framan af hallast til vinstri frekar en til hægri í stjórnmálum. „Svo rjátlast þetta af manni eins og á að gerast. Þá var ég alltaf framan af svolítið vondur við Sigmund Davíð. Og svo kannski sífellt sympatískari gagnvart Sigmundi Davíð eftir því sem minn innri maður kom betur í ljós gagnvart sjálfum mér og hugmyndafræðin þvoðist af mér.“

Þáttarstjórnandi svaraði Snorra að hann hljómaði þarna svolítið eins og JD Vance, varaforsetaefni Donalds Trump í forsetakosningunum bandarísku. 

„Ég meina, JD Vance er flottur gaur,“ sagði Snorri. „Svona áður en ég veit af er ég sammála Sigmundi Davíð í einu og öllu. Þetta er eitthvað sem margir í samfélaginu hafa lent í. Það er þessi innri miðflokksmaður sem brýst fram og það gerðist hjá mér. Ég á heima í Miðflokknum.“

Snorri segir að það hefði komið sér einlæglega óvart hversu mikill strúktúr væri í flokknum og meðlimir hans fjölbreyttir. „Ég er ekkert að ganga inn í eitthvað hylki utan um Sigmund Davíð. Þetta er bara alvöru stjórnmálaflokkur. Mín sýn, ef við förum út í það, er það að gera Miðflokkinn að nýja breiða aflinu í íslenskum stjórnmálum.“

Klaustursmálið: Óeðlilegt að hlera fólk

Þegar hann var spurður út í Klaustursmálið, sem bæði Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru viðriðnir, sagði Snorri að hann fordæmi tal líkt og þar var haft uppi. „Ég myndi aldrei hafa svona orð uppi enda höfðu þeir ekki þessi orð uppi opinberlega. Þetta er í einhverju fylleríi á bar. “

Hann segir þó að tvær grímur hafi farið að renna á fólk eftir því sem tíminn leið um það hve eðlilegt sé að hlera fólk og birta svo gögnin opinberlega.

Finnst þér það vera stóra málið í þessu - að þeir hafi verið hleraðir en ekki orðræðan sem þeir fóru fram með?

„Það er stór angi á þessu máli. [...] Ég tel að flest af þessu hafi ekki átt erindi við almenning ef það er fengið eftir þessum leiðum. Ég er alveg á því.“

 Horfa má á nýjasta þátt Pressu í heild sinni hér að neðan:

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hjalti Garðarsson skrifaði
    Og ekkert óeðlilegt að vera á fylleríi á tíma Alþingis? Þar skaustu þig niður Snorri sem trúverðugur.
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Hafa skal það sem betur hljómar 🤥
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Slá samstarf ekki út af borðinu
Fréttir

Slá sam­starf ekki út af borð­inu

Snorri Más­son, sem sæk­ist eft­ir odd­vita­sæti hjá Mið­flokkn­um og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segj­ast ekki reiðu­bún­ir að slá hugs­an­legt sam­starf á milli flokk­anna tveggja af borð­inu. Snorri og Jó­hann Páll mættu í Pressu ásamt Lenyu Rún Taha Karim, odd­vita Pírata í Reykja­vík, til þess að ræða áhersl­ur sín­ar og stefn­ur í að­drag­anda kosn­inga. Lenya Rún taldi ólík­legt að Pírat­ar gætu mynd­að stjórn með Mið­flokkn­um.
Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

CCP sagðist endurskoða fjölda starfa á Íslandi vegna lagabreytinga
4
Stjórnmál

CCP sagð­ist end­ur­skoða fjölda starfa á Ís­landi vegna laga­breyt­inga

Í bandorms­frum­varpi sem kom­ið er fram á þingi eru lagð­ar til breyt­ing­ar sem snerta styrki til öfl­ug­ustu fyr­ir­tækj­anna í hug­verka­iðn­að­in­um hér­lend­is. CCP og fleiri fyr­ir­tæki risu upp á aft­ur­lapp­irn­ar þeg­ar frum­varp­ið var kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda á dög­un­um og fer frum­varp Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar fjár­mála­ráð­herra ögn mild­ari hönd­um um stærstu fyr­ir­tæk­in í brans­an­um en frum­varps­drög­in gerðu.
Erla Hlynsdóttir
5
Leiðari

Erla Hlynsdóttir

Erf­iði hlut­inn í þessu

Ár­um sam­an hef­ur ver­ið kall­að eft­ir betr­um­bót­um þeg­ar kem­ur að með­ferð­ar­úr­ræð­um fyr­ir börn í vanda. Eft­ir að for­stöðu­mað­ur Stuðla kall­aði enn einu sinni á hjálp var hann send­ur í leyfi. Um ára­bil hafa ver­ið gef­in fög­ur fyr­ir­heit, það er bú­ið að skrifa skýrsl­ur, skipa starfs­hópa og nefnd­ir, meira að segja skrifa und­ir vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, en ekk­ert hef­ur enn gerst.
Sympatískari gagnvart Sigmundi eftir því sem „hugmyndafræðin þvoðist af“
6
FréttirPressa

Sympa­tísk­ari gagn­vart Sig­mundi eft­ir því sem „hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af“

Snorri Más­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir Mið­flokk­inn ekki vera eitt­hvað hylki ut­an um for­mann­inn Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son – held­ur al­vöru stjórn­mála­flokk. Hann hefði upp­haf­lega hall­ast til vinstri en síð­an orð­ið skiln­ings­rík­ari í garð Sig­mund­ar Dav­íðs „eft­ir því sem minn innri mað­ur kom bet­ur í ljós gagn­vart sjálf­um mér og hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af mér.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
5
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár