Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Sympatískari gagnvart Sigmundi eftir því sem „hugmyndafræðin þvoðist af“

Snorri Más­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir Mið­flokk­inn ekki vera eitt­hvað hylki ut­an um for­mann­inn Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son – held­ur al­vöru stjórn­mála­flokk. Hann hefði upp­haf­lega hall­ast til vinstri en síð­an orð­ið skiln­ings­rík­ari í garð Sig­mund­ar Dav­íðs „eft­ir því sem minn innri mað­ur kom bet­ur í ljós gagn­vart sjálf­um mér og hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af mér.“

Snorri Másson fjölmiðlamaður er nýgenginn í Miðflokkinn og sækist eftir oddvitasæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi alþingiskosningum. Hann segist hafa orðið sympatískari gagnvart formanni flokksins eftir því sem hans innri maður kom betur í ljós. Hann ætti heima í Miðflokknum og þessi niðurstaða sé því eðlileg. 

Snorri var einn viðmælanda Ragnhildar Þrastardóttur í nýjasta þætti Pressu í hádeginu. Auk hans sátu Lenya Rún Taha Karim, oddviti Pírata í Reykjavík norður, og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fyrir svörum.

„JD Vance er flottur gaur“

Snorri sagði að hann hefði framan af hallast til vinstri frekar en til hægri í stjórnmálum. „Svo rjátlast þetta af manni eins og á að gerast. Þá var ég alltaf framan af svolítið vondur við Sigmund Davíð. Og svo kannski sífellt sympatískari gagnvart Sigmundi Davíð eftir því sem minn innri maður kom betur í ljós gagnvart sjálfum mér og hugmyndafræðin þvoðist af mér.“

Þáttarstjórnandi svaraði Snorra að hann hljómaði þarna svolítið eins og JD Vance, varaforsetaefni Donalds Trump í forsetakosningunum bandarísku. 

„Ég meina, JD Vance er flottur gaur,“ sagði Snorri. „Svona áður en ég veit af er ég sammála Sigmundi Davíð í einu og öllu. Þetta er eitthvað sem margir í samfélaginu hafa lent í. Það er þessi innri miðflokksmaður sem brýst fram og það gerðist hjá mér. Ég á heima í Miðflokknum.“

Snorri segir að það hefði komið sér einlæglega óvart hversu mikill strúktúr væri í flokknum og meðlimir hans fjölbreyttir. „Ég er ekkert að ganga inn í eitthvað hylki utan um Sigmund Davíð. Þetta er bara alvöru stjórnmálaflokkur. Mín sýn, ef við förum út í það, er það að gera Miðflokkinn að nýja breiða aflinu í íslenskum stjórnmálum.“

Klaustursmálið: Óeðlilegt að hlera fólk

Þegar hann var spurður út í Klaustursmálið, sem bæði Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru viðriðnir, sagði Snorri að hann fordæmi tal líkt og þar var haft uppi. „Ég myndi aldrei hafa svona orð uppi enda höfðu þeir ekki þessi orð uppi opinberlega. Þetta er í einhverju fylleríi á bar. “

Hann segir þó að tvær grímur hafi farið að renna á fólk eftir því sem tíminn leið um það hve eðlilegt sé að hlera fólk og birta svo gögnin opinberlega.

Finnst þér það vera stóra málið í þessu - að þeir hafi verið hleraðir en ekki orðræðan sem þeir fóru fram með?

„Það er stór angi á þessu máli. [...] Ég tel að flest af þessu hafi ekki átt erindi við almenning ef það er fengið eftir þessum leiðum. Ég er alveg á því.“

 Horfa má á nýjasta þátt Pressu í heild sinni hér að neðan:

Kjósa
-6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Það verða slæmir tímar ef þessi spjátrungur verður kosinn á Alþingi. Manni dettur bara í hug valdasjúkur framagosi.
    1
  • Hjalti Garðarsson skrifaði
    Og ekkert óeðlilegt að vera á fylleríi á tíma Alþingis? Þar skaustu þig niður Snorri sem trúverðugur.
    2
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Hafa skal það sem betur hljómar 🤥
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár