Framlagðar tillögur að lagabreytingum, sem snerta endurgreiðslur á kostnaði fyrirtækja í tengslum við rannsóknir og þróun, hafa þegar leitt til þess að nýsköpunarfyrirtækið CCP er nú með það til endurskoðunar hvort vinna við þróun nýs tölvuleiks fyrirtækisins, Eve Frontier, fari áfram fram hér á landi.
Þetta kom fram í umsögn CCP við frumvarpsdrög fjármála- og efnahagsráðherra, svokallaðan bandorm um breytingar á ýmsum lögum sem áætlað er að klára með hraði fyrir þinglok og kosningar og hefur verið lagður, án mikilla breytinga, fram á þingi.
Í umsögn CCP sem barst inn í samráðsgátt stjórnvalda 20. október segir að þessi eini tölvuleikur fyrirtækisins hafi þegar komið með erlenda fjárfestingu upp á 5,6 milljarða til landsins og skapað um 50 ný stöðugildi hérlendis og gefið er í skyn að ef breytingarnar raungerist færi CCP störf í þróunarstarfsemi sinni frá landinu.
Töldu frumvarpið afsprengi glundroða í stjórnmálum
„Breytingar sem lagðar eru til í þessu …
Athugasemdir