Þjóðin og valdið
Læsileg sjálfshjálparbók eins manns.
Rauða bókin eftir svissneska geðlækninn Carl Gustav Jung kom fyrst út í október 2009 um svipað leyti og nýtt frumvarp um Icesave-samninga var lagt fram á Alþingi okkar eftir framhaldsviðræður við Breta og Hollendinga. Rauða bókin dregur nafn sitt af leðurkápunni en er einnig kölluð Liber Novus – eða nýja bókin. Hún var skrifuð af Jung á árunum 1914–1930 um sálfræðilegt ástand sitt og tilraunir sem hann gerði á sjálfum sér – en Jung er oft kallaður faðir greiningarsálfræðinnar.
Í skrifunum byggir Jung á minnisbókum og skýrslum frá árunum 1913–1917 sem nú eru þekktar sem Svörtu bækurnar. Þessar bækur liggja til grundvallar öllu ævistarfi og helsta höfundarverki Jungs, en þó voru þær að öllum líkindum aldrei hugsaðar til útgáfu. Jung var um einn og hálfan áratug að moða úr efninu í Svörtu bókunum sínum sem síðan birtist í Rauðu bókinni en hún kom ekki fyrir almenningssjónir fyrr en næstum …
Athugasemdir