Ungt fólk týnist nú inn á lista stjórnmálaflokkanna fyrir alþingiskosningar 30. nóvember næstkomandi, og er jafnvel farið að skáka sitjandi þingmönnum.
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík Norður, er á meðal þeirra sem fékk fleiri atkvæði en sitjandi þingmenn í prófkjöri en hún verður gestur Pressu í dag ásamt Snorra Mássyni fjölmiðlamanni, sem sækist eftir oddvitasæti hjá Miðflokknum og Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar.
Þau munu í þættinum ræða sínar áherslur þegar kemur að húsnæðis-, efnahags- og fjölskyldumálum, með sérstakri áherslu á stöðu ungs fólks í þessum málaflokkum.
Þátturinn er á dagskrá klukkan 12 að hádegi og verður sendur út á vef Heimildarinnar, Heimildin.is.
Athugasemdir