Mikilvægt rusl
Bráðskemmtilegur farsi um gersemarnar sem finna má í ruslatunnum Reykjavíkur, hrunið sem við erum óðar að gleyma og hvað það getur verið gaman að vera til einmitt þegar allt er í skralli.
Aðalpersónurnar heita Gómur Barðdal og Geir Norðan, og meðal annarra lykilpersóna má nefna Zipo, Tý Hannes og Kjartan Tý – og við sögu koma gíraffarnir Ingvar E. og Hilmir Snær, að ógleymdum páfagauknum Hönnuh Arendt.
Ýkt nöfnin eru nóg til að átta sig á hvernig bók þetta er, sprúðlandi farsakennd skemmtisaga um öskukalla sem finna afskorið mannsnef í ruslinu, sem enginn nennir samt að spá neitt í af því þetta er 6. október 2008 og Ísland er að hrynja.
Ruslakallinn Gómur Barðdal (sem er á einum stað kallaður öskukallinn ráðagóði, sem hefði verið miklu betri titill) virðist í fyrstu einhver blanda af Chance í Being There og Forrest Gump, guðdómlegum einfeldningum sem fyrir ítrekaðar tilviljanir villast inn í mannkynssöguna – og sagan er raunar farsakennd á ekkert svo ólíkan hátt og bókin um Forrest Gump, sem er allt önnur skepna en myndin.
Í vinfengi við útrásarvíking
Þegar á líður kemur …
Athugasemdir