Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
Fasteignamál Ragnar vill helst vera í Vesturbænum, þar sem dóttir hans gengur á leikskóla og barnsmóðir hans býr. Það er ekki fyrir hvern sem er að kaupa sína fyrstu eign þar í dag. Mynd: Golli

Ragnar Ágúst Nathanaelsson er einstæður faðir, í framhaldsnámi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Hann býr á stúdentagörðum við Háskóla Íslands, sem hentar vel þar sem barnsmóðir hans býr í Vesturbænum og dóttirin er þar á leikskóla. 

„Besta leigan í Reykjavík,“ eins og Ragnar kallar hana, er hins vegar einungis í boði fyrir stúdenta eins og hann sjálfan. Og hann ætlar ekki að vera endalaust í námi, en samkvæmt áætlun verður hann tvö og hálft ár til viðbótar í skóla, en eftir bókmenntafræðina hyggst hann taka árs viðbótarnám til kennsluréttinda.

Ragnar, sem er mörgum lesendum eflaust vel kunnur sem körfuboltamaður, segist ekki ná að vinna mikið með náminu, en hann spilar körfubolta með uppeldisfélagi sínu, Hamri í Hveragerði. Það sé því takmarkað sem hann nái að leggja til hliðar á mánuði og sparireikningurinn fitnar ekki nægilega hratt til að halda í við íbúðaverðið.

„Íbúðirnar verða dýrari og dýrari,“ segir Ragnar, sem …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Hvað er til ráða kann einhver að spyrja? Það vantar ekki að byggingariðnaðurinn sé á útopnu, eins og enginn sé morgundagurinn. En ef betur er gáð þá eru þetta mest hótel og gistiheimili sem verið er að byggja, já og íbúðarhúsnæði sem jafnóðum er leigt í AirBnb eða breytt í gistiheimili. Aðeins fáeinar íbúðir fara í sölu eða leigu til ungs fólks sem er að byrja búskap, það borgar sig einfaldlega ekki að byggja fyrir þann markað, ferðabransinn borgar miklu betur. Og íbúum Íslands hefur fjölgað um ca 10 þúsund íbúa á ári undanfarinn ár, mest erlendir ríkisborgarar komnir hingað til að vinna í ferðabransanum og tengdum greinum, t.d. við byggingu hótela. Einungis er byggt nýtt húsnæði yfir lítinn hluta þessa fjölda á hverju ári. Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun segist aðspurð ekki hafa hugmynd hvar allt þetta fólk býr. En þið sjáið það stundum í Kveiksþáttunum. Mig grunar að lækkun vaxta mun ekki breyta miklu fyrir fyrstu kaupendur, verðið mun bara einfaldlega snarhækka því íbúðum í byggingu mun fjölga mjög hægt og ferðabransinn mun áfram taka til sín mestallt byggingarmagnið. Eina raunhæfa lausnin til langframa er því að hægja á stjórnlausri þenslu ferðabransans. Ferðabransinn hér hefur undanfarinn áratug vaxið meir en fimmfalt hraðar en í nokkru öðru norður Evrópulandi og kvarta þau lönd samt sum hver undan örum vexti ferðaþjónustunnar. Í samanburðarlöndunum eru fólk með smá viðskiptavit við stjórnvölin. Hér er allt gert til að magna upp stjórnlausan vöxt ferðabransans, afsláttur af VSK, lítið gistináttagjald, nær ekkert eftirlit með AirBnb eða fjölgun gistiheimila. Engin áform um skattlagningu á millilandaflug líkt og fyrirhugað er víða erlendis. Allt gæti þetta skilað tugum milljarða í ríkiskassann. Í mikillli eftirspurn ferðabransans eins og í dag, þá er það í reynd afkastageta Keflavíkurflugvallar sem ræður mestu um fjölda ferðamanna. Þar ræður ISAVIA (í ríkiseigu) ríkjum og fjárfestir gríðarlega í stækkun vallarins með stuðningi ríkissjóðs. Framkvæmdir sem má næstum jafna við Borgarlínuna. Hagnaður nær enginn af rekstrinum. Engin nágrannaþjóð mundi haga sér með þessum glórulausa hætti. Og árangurinn er sá helstur að leggja marga helstu innviði þjóðarinnar á hliðina með túrisma að vopni.
    0
  • AH
    Atli Hermannsson skrifaði
    Ég er ekki hissa þó ungt fólk eins og Ragnar sem ekki hefur sterkt bakland fyllist vanmætti. Það eru komin 46 ár síðan ég kaupi mína fyrstu íbúð sem var pínu- lítil efrihæð í Kleppsholtinu. Við áttum sparimerki sem dugðu fyrir fyrstu útborgun og svo settum við hausinn undir okkur næstu árin. Verðtryggingin var nýkomin en þrátt fyrir það þá birti til á aðeins nokkrum árum. Nú á ég barnabörn sem ég hef miklu meiri áhyggjur af hvernig muni reiða af í þessu spilavíti fjárglæfra fíkla sem húsnæðismarkaðurinn er.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Um hvað er kosið?

Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Mest lesið

„Ég var að mála partíið innra með mér“
2
Viðtal

„Ég var að mála par­tí­ið innra með mér“

„Að losa mig við nauðg­un­ar­byrð­ina end­ur­nýj­aði mig sem höf­und og lista­mann,“ seg­ir Hall­grím­ur Helga­son, nú þeg­ar hann fagn­ar list­ræn­um sigr­um – sem hefðu jafn­vel ekki orð­ið svo magn­að­ir án áfalla for­tíð­ar. Sköp­un hans á sér eng­in tak­mörk, líkt og sjá má á yf­ir­lits­sýn­ingu á verk­um hans og í loka­bindi þrí­leiks hans. Hann ræð­ir eitt eitr­að­asta mál­ið sem skek­ið hef­ur ís­lensk­an bók­mennta­heim; þeg­ar hann steig fram sem þol­andi nauðg­un­ar og mætti háði vold­ugra penna – með­al ann­ars hjá RÚV.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
3
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu