Ragnar Ágúst Nathanaelsson er einstæður faðir, í framhaldsnámi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Hann býr á stúdentagörðum við Háskóla Íslands, sem hentar vel þar sem barnsmóðir hans býr í Vesturbænum og dóttirin er þar á leikskóla.
„Besta leigan í Reykjavík,“ eins og Ragnar kallar hana, er hins vegar einungis í boði fyrir stúdenta eins og hann sjálfan. Og hann ætlar ekki að vera endalaust í námi, en samkvæmt áætlun verður hann tvö og hálft ár til viðbótar í skóla, en eftir bókmenntafræðina hyggst hann taka árs viðbótarnám til kennsluréttinda.
Ragnar, sem er mörgum lesendum eflaust vel kunnur sem körfuboltamaður, segist ekki ná að vinna mikið með náminu, en hann spilar körfubolta með uppeldisfélagi sínu, Hamri í Hveragerði. Það sé því takmarkað sem hann nái að leggja til hliðar á mánuði og sparireikningurinn fitnar ekki nægilega hratt til að halda í við íbúðaverðið.
„Íbúðirnar verða dýrari og dýrari,“ segir Ragnar, sem …
Píratar eru með lausnir sem hafa ekki komist áfram með því þeir eru í minnihluta.
https://bjornlevi.is/posts/2024-03-22-ld-hsnis
Með þessum hætti myndu íbúðum til langtímaleigu eða sölu fjölga mikið. Við það myndi skortur á íbúðum snarminnka eða hverfa og leiga og söluverð lækka vegna aukins framboðs.
Ég spyr mig oft, af hverju var byggingarsjóður verkamanna lagður niður um síðustu aldamót?
Það réðu allir við þær íbúðir, en ríkissjóður tímdi ekki að leggja lengur fé í þetta mikilvæga félag.