Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
Fasteignamál Ragnar vill helst vera í Vesturbænum, þar sem dóttir hans gengur á leikskóla og barnsmóðir hans býr. Það er ekki fyrir hvern sem er að kaupa sína fyrstu eign þar í dag. Mynd: Golli

Ragnar Ágúst Nathanaelsson er einstæður faðir, í framhaldsnámi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Hann býr á stúdentagörðum við Háskóla Íslands, sem hentar vel þar sem barnsmóðir hans býr í Vesturbænum og dóttirin er þar á leikskóla. 

„Besta leigan í Reykjavík,“ eins og Ragnar kallar hana, er hins vegar einungis í boði fyrir stúdenta eins og hann sjálfan. Og hann ætlar ekki að vera endalaust í námi, en samkvæmt áætlun verður hann tvö og hálft ár til viðbótar í skóla, en eftir bókmenntafræðina hyggst hann taka árs viðbótarnám til kennsluréttinda.

Ragnar, sem er mörgum lesendum eflaust vel kunnur sem körfuboltamaður, segist ekki ná að vinna mikið með náminu, en hann spilar körfubolta með uppeldisfélagi sínu, Hamri í Hveragerði. Það sé því takmarkað sem hann nái að leggja til hliðar á mánuði og sparireikningurinn fitnar ekki nægilega hratt til að halda í við íbúðaverðið.

„Íbúðirnar verða dýrari og dýrari,“ segir Ragnar, sem …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Pétur Thormar skrifaði
    Biblían og Brian Tracy virka alltaf vel í svona töff aðstæðum,,,,,,,https://www.briantracy.com/catalog/the-psychology-of-achievement?srsltid=AfmBOopicIvXisEX3ySZfDPXa_GUGxGI2cpqEwX8E-Vzz5GbmwjCWTDR
    0
  • Pétur Thormar skrifaði
    Af hverju er ekki búseta kerfið stækkað???
    0
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Fráfarandi ríkisstjórn gerði nær ekkert.
    Píratar eru með lausnir sem hafa ekki komist áfram með því þeir eru í minnihluta.
    https://bjornlevi.is/posts/2024-03-22-ld-hsnis
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það þarf að banna leigu á íbúðum til ferðamanna nema ef um sé að ræða íbúðir sem menn búa ekki í tímabundið vegna fjarveru. Einnig væri í lagi að leigja út einstök herbergi í íbúðum sem eigendur búa í.
    Með þessum hætti myndu íbúðum til langtímaleigu eða sölu fjölga mikið. Við það myndi skortur á íbúðum snarminnka eða hverfa og leiga og söluverð lækka vegna aukins framboðs.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það var ekkert létt að kaupa eða byggja íbúð fyrir 60-70 árum síðan á lágum launum.
    Ég spyr mig oft, af hverju var byggingarsjóður verkamanna lagður niður um síðustu aldamót?
    Það réðu allir við þær íbúðir, en ríkissjóður tímdi ekki að leggja lengur fé í þetta mikilvæga félag.
    2
    • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
      það er nefnilega spurning aldarinnar. Framsóknarflokkurinn lagði hann niður og það er skandall.
      0
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Hvað er til ráða kann einhver að spyrja? Það vantar ekki að byggingariðnaðurinn sé á útopnu, eins og enginn sé morgundagurinn. En ef betur er gáð þá eru þetta mest hótel og gistiheimili sem verið er að byggja, já og íbúðarhúsnæði sem jafnóðum er leigt í AirBnb eða breytt í gistiheimili. Aðeins fáeinar íbúðir fara í sölu eða leigu til ungs fólks sem er að byrja búskap, það borgar sig einfaldlega ekki að byggja fyrir þann markað, ferðabransinn borgar miklu betur. Og íbúum Íslands hefur fjölgað um ca 10 þúsund íbúa á ári undanfarinn ár, mest erlendir ríkisborgarar komnir hingað til að vinna í ferðabransanum og tengdum greinum, t.d. við byggingu hótela. Einungis er byggt nýtt húsnæði yfir lítinn hluta þessa fjölda á hverju ári. Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun segist aðspurð ekki hafa hugmynd hvar allt þetta fólk býr. En þið sjáið það stundum í Kveiksþáttunum. Mig grunar að lækkun vaxta mun ekki breyta miklu fyrir fyrstu kaupendur, verðið mun bara einfaldlega snarhækka því íbúðum í byggingu mun fjölga mjög hægt og ferðabransinn mun áfram taka til sín mestallt byggingarmagnið. Eina raunhæfa lausnin til langframa er því að hægja á stjórnlausri þenslu ferðabransans. Ferðabransinn hér hefur undanfarinn áratug vaxið meir en fimmfalt hraðar en í nokkru öðru norður Evrópulandi og kvarta þau lönd samt sum hver undan örum vexti ferðaþjónustunnar. Í samanburðarlöndunum eru fólk með smá viðskiptavit við stjórnvölin. Hér er allt gert til að magna upp stjórnlausan vöxt ferðabransans, afsláttur af VSK, lítið gistináttagjald, nær ekkert eftirlit með AirBnb eða fjölgun gistiheimila. Engin áform um skattlagningu á millilandaflug líkt og fyrirhugað er víða erlendis. Allt gæti þetta skilað tugum milljarða í ríkiskassann. Í mikillli eftirspurn ferðabransans eins og í dag, þá er það í reynd afkastageta Keflavíkurflugvallar sem ræður mestu um fjölda ferðamanna. Þar ræður ISAVIA (í ríkiseigu) ríkjum og fjárfestir gríðarlega í stækkun vallarins með stuðningi ríkissjóðs. Framkvæmdir sem má næstum jafna við Borgarlínuna. Hagnaður nær enginn af rekstrinum. Engin nágrannaþjóð mundi haga sér með þessum glórulausa hætti. Og árangurinn er sá helstur að leggja marga helstu innviði þjóðarinnar á hliðina með túrisma að vopni.
    4
  • AH
    Atli Hermannsson skrifaði
    Ég er ekki hissa þó ungt fólk eins og Ragnar sem ekki hefur sterkt bakland fyllist vanmætti. Það eru komin 46 ár síðan ég kaupi mína fyrstu íbúð sem var pínu- lítil efrihæð í Kleppsholtinu. Við áttum sparimerki sem dugðu fyrir fyrstu útborgun og svo settum við hausinn undir okkur næstu árin. Verðtryggingin var nýkomin en þrátt fyrir það þá birti til á aðeins nokkrum árum. Nú á ég barnabörn sem ég hef miklu meiri áhyggjur af hvernig muni reiða af í þessu spilavíti fjárglæfra fíkla sem húsnæðismarkaðurinn er.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Um hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.
Borgar helmingi meira fyrir matvörur hér en í Japan
FréttirUm hvað er kosið?

Borg­ar helm­ingi meira fyr­ir mat­vör­ur hér en í Jap­an

Stefán Þór Þor­geirs­son, leik­ari og hlað­varps­stjórn­andi, og eig­in­kona hans, Sher­ine Otomo Bou­hafs inn­an­húss­hönn­uð­ur fluttu ný­ver­ið með árs­göml­um syni sín­um til lands­ins eft­ir að hafa bú­ið í tvö ár í Jap­an. Stefán seg­ir að verð mat­ar­körf­unn­ar hafi breyst mik­ið frá því hann flutti út ár­ið 2022, sér­stak­lega verð á ávöxt­um og græn­meti. Mat­arkarf­an sé helm­ingi ódýr­ari í Jap­an.
Alþjóðamál valda fólki áhyggjum en hreyfa sennilega fá atkvæði
ÚttektUm hvað er kosið?

Al­þjóða­mál valda fólki áhyggj­um en hreyfa senni­lega fá at­kvæði

Fátt bend­ir til þess að al­þjóða­mál ráði at­kvæð­um margra í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um en þró­un al­þjóða­mála veld­ur þó meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar áhyggj­um sam­kvæmt ný­legri könn­un sem fram­kvæmd var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Eins og ný­leg dæmi sanna þá skipt­ir það Ís­lend­inga einnig máli hvernig stjórn­völd nýta rödd sína í sam­fé­lagi þjóð­anna.

Mest lesið

Bráðafjölskylda á vaktinni
4
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
4
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár