Tónar útlaganna er samanburðarævisaga tónlistarmannanna Róberts Abrahams Ottóssonar, Heinz Edelstein og Victors Urbancic. Þetta er læsilegt og vandað rit um merka brautryðjendur í íslensku tónlistarlífi, byggt á áralöngum rannsóknum höfundar, Árna Heimis Ingólfssonar, fjölbreyttum heimildum og góðri innsýn í viðfangsefnið. Um leið á verkið sérstakt erindi við samtímann, þar með talið þann stóra hóp fólks sem býður nú fram krafta sína fyrir alþingiskosningar.
Form samanburðarævisögunnar (e. parallel/comparative biography) er oft rakið til Plútarkosar sem skrifaði fjölda bóka þar sem ævisögur tveggja ólíkra manna, gjarnan Forn-Grikkja og Rómverja, voru látnar varpa ljósi hvor á aðra. Margir seinni tíma höfundar hafa farið að dæmi forngríska sagnfræðingsins. Nægir að minna á Skáldalíf (2006) eftir Halldór Guðmundsson þar sem æviferlum Gunnars Gunnarssonar og Þórbergs Þórðarsonar er fléttað saman og Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir (2021) eftir Rósu Magnúsdóttur, þar sem lífshlaup hjónanna Kristins E. Andréssonar og Þóru Vigfúsdóttur er í brennidepli. Ein af áskorunum …
Athugasemdir