Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Draugahús á hæðinni

„Ein­ar og Anna í harð­spjöld­um eigi fullt er­indi til les­enda á öll­um aldri,“ skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son um bók­ina Ein­ar, Anna og safn­ið sem var bann­að börn­um.

Draugahús á hæðinni
Höfundur Margrét Tryggvadóttir hefur í samstarfi við ýmsa teiknara og bókagerðarmenn sett saman myndlistartengdar bækur fyrir fullorðna, unglinga og börn.
Bók

Ein­ar, Anna og safn­ið sem var bann­að börn­um

Höfundur Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir
Iðunn
55 blaðsíður
Niðurstaða:

Fallega hugsuð skemmtibók um list Einars og líf Önnu í Hnitbjörgum.

Gefðu umsögn

Margrét Tryggvadóttir hefur í samstarfi við ýmsa teiknara og bókagerðarmenn sett saman myndlistartengdar bækur fyrir fullorðna, unglinga og börn sem snúa upp á sögulegan fróðleik; þær hafa hugað að brautryðjendum í myndlist, sjálfum Kjarval og Reykjavík á fyrri tíð meðal annars.

Í þessum harðspjaldabókum er að finna leik í umbroti, djarfa samsetningu lita í líflegum myndskreytingum og lestexta, krot á spassíur og kynduga notkun grafískra bragða svo ritin eru hvert um sig óformleg, full af lífi og gleði sem hrekkur af síðunum. Í verkmátanum er skipulega brotið á reglu en samt öllu haldið til haga.  

Nýjast þessara verka Margrétar og Lindu Ólafsdóttur er bók um Einar Jónsson – Einar og Anna, kona hans, í Hnitbjörgum, vinnustofu, heimili og sýningarsal sem Einari tókst með atfylgi að láta ríkið/þjóðina byggja fyrir sig – og Önnu. Má líta svo að þessi myndabók sé markviss tilraun höfundanna að opna leið að safni Einars og …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár