Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum
Fallega hugsuð skemmtibók um list Einars og líf Önnu í Hnitbjörgum.
Margrét Tryggvadóttir hefur í samstarfi við ýmsa teiknara og bókagerðarmenn sett saman myndlistartengdar bækur fyrir fullorðna, unglinga og börn sem snúa upp á sögulegan fróðleik; þær hafa hugað að brautryðjendum í myndlist, sjálfum Kjarval og Reykjavík á fyrri tíð meðal annars.
Í þessum harðspjaldabókum er að finna leik í umbroti, djarfa samsetningu lita í líflegum myndskreytingum og lestexta, krot á spassíur og kynduga notkun grafískra bragða svo ritin eru hvert um sig óformleg, full af lífi og gleði sem hrekkur af síðunum. Í verkmátanum er skipulega brotið á reglu en samt öllu haldið til haga.
Nýjast þessara verka Margrétar og Lindu Ólafsdóttur er bók um Einar Jónsson – Einar og Anna, kona hans, í Hnitbjörgum, vinnustofu, heimili og sýningarsal sem Einari tókst með atfylgi að láta ríkið/þjóðina byggja fyrir sig – og Önnu. Má líta svo að þessi myndabók sé markviss tilraun höfundanna að opna leið að safni Einars og …
Athugasemdir