Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Draugahús á hæðinni

„Ein­ar og Anna í harð­spjöld­um eigi fullt er­indi til les­enda á öll­um aldri,“ skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son um bók­ina Ein­ar, Anna og safn­ið sem var bann­að börn­um.

Draugahús á hæðinni
Höfundur Margrét Tryggvadóttir hefur í samstarfi við ýmsa teiknara og bókagerðarmenn sett saman myndlistartengdar bækur fyrir fullorðna, unglinga og börn.
Bók

Ein­ar, Anna og safn­ið sem var bann­að börn­um

Höfundur Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir
Iðunn
55 blaðsíður
Niðurstaða:

Fallega hugsuð skemmtibók um list Einars og líf Önnu í Hnitbjörgum.

Gefðu umsögn

Margrét Tryggvadóttir hefur í samstarfi við ýmsa teiknara og bókagerðarmenn sett saman myndlistartengdar bækur fyrir fullorðna, unglinga og börn sem snúa upp á sögulegan fróðleik; þær hafa hugað að brautryðjendum í myndlist, sjálfum Kjarval og Reykjavík á fyrri tíð meðal annars.

Í þessum harðspjaldabókum er að finna leik í umbroti, djarfa samsetningu lita í líflegum myndskreytingum og lestexta, krot á spassíur og kynduga notkun grafískra bragða svo ritin eru hvert um sig óformleg, full af lífi og gleði sem hrekkur af síðunum. Í verkmátanum er skipulega brotið á reglu en samt öllu haldið til haga.  

Nýjast þessara verka Margrétar og Lindu Ólafsdóttur er bók um Einar Jónsson – Einar og Anna, kona hans, í Hnitbjörgum, vinnustofu, heimili og sýningarsal sem Einari tókst með atfylgi að láta ríkið/þjóðina byggja fyrir sig – og Önnu. Má líta svo að þessi myndabók sé markviss tilraun höfundanna að opna leið að safni Einars og …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár