Tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Jón Gunnarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, settu sig í samband við Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra morguninn örlagaríka er brottvísun hins 12 ára gamla palestínska Yazans Tamimi og fjölskyldu stóð yfir, áður en endanleg ákvörðun hafði verið tekin um að fresta brottvísuninni.
Þetta kemur fram í svörum embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Heimildarinnar, sem send var eftir að gögn sem fengust afhent á grundvelli upplýsingalaga vörpuðu ljósi á að samskipti stjórnmálamanna við ríkislögreglustjóra að morgni dags 16. september voru meiri en áður hefur komið fram.
Um er að ræða tölvupóst sem Sigríður Björk skrifaði vegna málsins að morgni dags 16. september klukkan 8:19. Hann fékkst afhentur frá dómsmálaráðuneytinu eftir að Heimildin lagði fram beiðni um öll fyrirliggjandi gögn sem tengdust brottvísuninni sem ekki varð. Þessi tölvupóstur felur í sér ósk um að minnisblað verði unnið um þá ákvörðun að fresta brottvísuninni. …
Athugasemdir (3)