Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
Í göngu „Ég hafði ekkert með manninn að gera,“ sagði Þorsteinn Már í yfirheyrslu og átti þar við Jóhannes Stefánsson, starfsmann Samherja í Afríku. Hér sjást þeir tveir saman í fjallgöngu á Esjuna, sem þeir fóru í ásamt þáverandi kærustu Þorsteins árið 2012. Mynd: Wikileaks
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.

„Ég hafði ekkert með manninn að gera,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í yfirheyrslu hjá embætti héraðssaksóknara sumarið 2020, um samskipti sín við Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóra útgerðarfélags Samherja í Namibíu. Þegar rannsakendur gengu á hann og spurðu hvort ekki hafi verið einhver samskipti þeirra á milli gekkst hann við því en tók sérstaklega fram að þau hefðu verið „á takmarkaðan hátt“. Það rímar ekki við uppgötvun sem rannsakendur hjá sama embætti hafa nú gert. 

Þúsundir smáskilaboða sem send voru og móttekin í farsíma Jóhannesar, uppljóstrara í Samherjamálinu, fundust nýlega í tölvu sem Jóhannes afhenti héraðssaksóknara árið 2019.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hafði tölva Jóhannesar tekið öryggisafrit af símanum, um eða eftir þann tíma sem Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. Sérfræðingum lögreglu virðist hafa orðið þetta ljóst og náð að endurheimta SMS-skilaboð sem höfðu afritast. Í þeim birtist önnur mynd af samskiptum Jóhannesar við forstjóra og aðra starfsmenn Samherja en …

Kjósa
191
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (16)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Endurheimtum allan kvóta Samherja. Það er lágmarks refsing!
    8
  • GJÞ
    Geir Jón Þorsteinsson skrifaði
    Er ekki refsivert að gefa rangan vitnisburð hjá saksóknara, eða geta sumir logið hægri vinstri meðan öðrum er refsað.
    15
  • Jón Sigurjónsson skrifaði
    Ef svo skildi fara að forstjóri Samherja verði (ekki) dæmdur fyrir Namibíu svindlið, á hann einhverjar eignir sem hægt er að taka upp í sekt? Var ekki öllu komið yfir a krakkana ef ske kynni að Steini yrði fundinn sekur?
    15
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Fjölmenningin. Þurfum fleira fólk frá Afríku hingað. Meiri fjölmenningu!
    -2
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Hverjir ætli hafi fengið mútur hjá Samherja hér á landi?
    23
    • SRÓ
      Sigurður Rúnar Ólafsson skrifaði
      Það væri fróðlegt að vita, en þeir kunna að fela slóðina vel. Vantar fleiri uppljóstrara.
      8
  • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
    Hmm... þessi grein bendir til þess að herramennirnir sem hana rita séu annað hvort að leitast við að stimpla sig inn sem meistarar spunans eða valsi um gögn héraðssaksóknara eins og sína eign, - og það án þess að hafa stöðu sakbornings, brotaþola eða vitnis. Hvort ætli sé hið rétta? Ef þetta er frá saksóknara komið, jafn loðmullulegt og það er, þá þarf saksóknari að útskýra ýmislegt um starfsaðferðir sínar.

    Mig langar að lesa þetta Heimildar blað. En sem fyrr: hafandi í huga hvaða áhrif þessi ritlingur hefur haft á mitt líf, hef ég ekki í hyggju að kaupa það.
    -47
    • Guðrún Ingimundardottir skrifaði
      Hefur þú hagsmuna að gæta ?
      16
    • John Sigurdsson skrifaði
      Og þessi athugasemd þín bendir til að þú styðjir sukkið og svínaríið af einhverjum ástæðum.
      12
    • Steinþór Grímsson skrifaði
      Eru á nýjum lyfjum?
      0
    • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
      Guðrún Ingimundardóttir, ég hef hagsmuna að gæta um að blaðamenn segi satt og vandi sín vinnubrögð, já. Það hefur kostað mig aðeins of mikið að þeir hafa ekki alltaf gert það.
      -8
    • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
      John Sigurðsson, röng ályktun hjá þér. Ég styð ekki spillingu, hvorki hjá blaðamönnum né öðrum. Þetta er öllum ljóst sem tildæmis bara hafa gúglað mig. Gerðu það. Ég kem ekki oftar hér inná þennan mánuðinn því að ég ætla ekki að borga fyrir að reyna að leiða þessa pilta, sem rita þessa grein, á rétta braut.
      -9
    • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
      Steinþór Grímsson, hver heldurðu að sé "á nýjum lyfjum"?
      Ef þú ert að reyna að koma einhverju staðlausu rugli um mig á flot, þá mæli ég með að þú hættir því. Drengurinn sem reyndi að drepa mig hefur fengið dóm fyrir það (manndrápstilraun) og hefur ekki áfrýjað þeim hluta dómsins. En ef hann hefur verið að lesa Heimildina og kommentin sem virkir í athugasemdum við það rit viðhafa um mig, þá er kannski að einhverju leyti sjiljanlegt þó hann hafi haldið að ég væri illmenni sem eðlilegt væri að hann reyndi að losa heiminn við.
      -7
    • Páll Guðfinur Gústafsson skrifaði
      Ingunn leigupenni Björsdóttir hjá Samherja mætt á svæðið. Þetta verður áhugavert!
      7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár