Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir verslunina vera að hætta með Sodastream í sölu vegna endurtekinna skemmda sem aðgerðasinnar hafa unnið á umbúðum utan um vöruna. „Það er ákvörðun innflutningsaðila að kippa vörunni úr sölu, í það minnsta tímabundið, og koma með aðra valkosti fyrir okkur,“ segir hann en Heimilistæki er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi, sem framleiða tæki til að búa til sódavatn og er eitt vinsælasta merki heims á þeim markaði.

„Við höfum verið að lenda í því að menn eru að setja límmiða á umbúðirnar og eyðileggja þær hér í verslunum okkar. Við getum ekki selt vöruna í því ástandi og umboðsaðilinn vill gera breytingar,“ segir Sigurður. 

Umræddir límmiðar eru á vegum aðgerðasinna sem hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael vegna stríðsins á Gaza. Sodastream er framleitt í Ísrael og hefur verið hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins víða um heim í mótmælaskyni við aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. 

Framkvæmdastjóri Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir verslunina ætla að hætta með Sodastream í sölu vegna endurtekinna skemmda sem aðgerðasinnar hafa unnið á umbúðum utan um vöruna.

„Dapur“ framkvæmdastjóri

Nafnlaust innlegg birtist í Facebookhópnum „Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland“ í morgun þar sem greint er frá því að framkvæmdastjóri Hagkaups sé „dapur“ – „Ekki þó vegna nýjustu frétta um að Ísrael sé að brenna fólk lifandi á sjúkrahúsum. Ekki heldur vegna frétta um fyrirætlanir um að loka af Norður-Gaza og svelta þar hundruði þúsunda. Og allra síst vegna þess að Hagkaup tekur þátt í fjármögnun þessara hryðjuverka með sölu á vörum frá Ísrael,“ segir í færslunni. 

Þar er síðan haldið áfram: „Sigurður er dapur af því að við höfum sett pappír á pappírinn utanum umbúðirnar á þessum vörum, og upplýst neytendur um upprunann. Neytendur sem skv. könnunum vilja ekki kaupa þessar vörur en hafa gjarnan ekki tíma til að fletta upp uppruna í verslunarferðum.“

Kannast ekki við kæru

Sigurður segir í samtali við Heimildina að það hafi ekki gerst áður að vörur hafi verið teknar úr sölu vegna mótmælaaðgerða af þessum toga. „Nei. Þessir aðilar hafa verið í frekar vingjarnlegum samskiptum við okkur og við höfum tekið ýmsar vörur til skoðunar og reynt að gera þær breytingar sem við getum. Samskiptin hafa verið á frekar góðum nótum, friðsamleg, þannig að maður er aðeins svekktur að menn séu farnir að valda tjóni á vörum inni í verslunum. Þá finnst mér við vera komin á aðeins annan stað,“ segir Sigurður. 

Í Facebook-innlegginu segir nafnlausi notandinn að Sigurður ætli að kæra sig. Þetta segist Sigurður ekki kannast við. Allt tjón sem unnið er inni í verslunum sé hins vegar tiltækt á upptökum úr myndavélakerfi og það fari í ákveðinn farveg, sem sé hjá lögreglu.

Þá er í Facebookhópnum hvatt til þess að fólk sendi Sigurði póst: „Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir þar og síðan er netfanginu hans deilt. 

 Sigurður kannast ekki við hafa fengið pósta sem megi tengja við þetta. Hann vill þó koma á framfæri: „Ég er á móti öllu stríði í heiminum. Ég er maður friðar og er á móti stríði hvar sem það er og í hvaða formi það er. Mér finnst ekki sanngjarnt að það sé verið að búa mér til skoðanir,“ segir hann. 

Ekki náðist tal af dreifingaraðila Sodastream hjá Heimilistækjum þegar Heimildin hafði samband.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meirihlutaslitin
2
Aðsent

Guðný Maja Riba, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Skúli Helgason

Meiri­hluta­slit­in

Skipt­ar skoð­an­ir voru með­al ann­ars um hug­mynd­ir um fyr­ir­tækja­skóla og heim­greiðsl­ur til for­eldra, skrifa fjór­ir borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í að­sendri grein. Þau segja að mál flug­vall­ar­ins hafi ver­ið erf­ið­ara. „Fyr­ir­vara­laus og ein­hliða slit meiri­hluta­sam­starfs­ins“ hafi kom­ið þeim í opna skjöldu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár