Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir verslunina vera að hætta með Sodastream í sölu vegna endurtekinna skemmda sem aðgerðasinnar hafa unnið á umbúðum utan um vöruna. „Það er ákvörðun innflutningsaðila að kippa vörunni úr sölu, í það minnsta tímabundið, og koma með aðra valkosti fyrir okkur,“ segir hann en Heimilistæki er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi, sem framleiða tæki til að búa til sódavatn og er eitt vinsælasta merki heims á þeim markaði.

„Við höfum verið að lenda í því að menn eru að setja límmiða á umbúðirnar og eyðileggja þær hér í verslunum okkar. Við getum ekki selt vöruna í því ástandi og umboðsaðilinn vill gera breytingar,“ segir Sigurður. 

Umræddir límmiðar eru á vegum aðgerðasinna sem hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael vegna stríðsins á Gaza. Sodastream er framleitt í Ísrael og hefur verið hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins víða um heim í mótmælaskyni við aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. 

Framkvæmdastjóri Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir verslunina ætla að hætta með Sodastream í sölu vegna endurtekinna skemmda sem aðgerðasinnar hafa unnið á umbúðum utan um vöruna.

„Dapur“ framkvæmdastjóri

Nafnlaust innlegg birtist í Facebookhópnum „Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland“ í morgun þar sem greint er frá því að framkvæmdastjóri Hagkaups sé „dapur“ – „Ekki þó vegna nýjustu frétta um að Ísrael sé að brenna fólk lifandi á sjúkrahúsum. Ekki heldur vegna frétta um fyrirætlanir um að loka af Norður-Gaza og svelta þar hundruði þúsunda. Og allra síst vegna þess að Hagkaup tekur þátt í fjármögnun þessara hryðjuverka með sölu á vörum frá Ísrael,“ segir í færslunni. 

Þar er síðan haldið áfram: „Sigurður er dapur af því að við höfum sett pappír á pappírinn utanum umbúðirnar á þessum vörum, og upplýst neytendur um upprunann. Neytendur sem skv. könnunum vilja ekki kaupa þessar vörur en hafa gjarnan ekki tíma til að fletta upp uppruna í verslunarferðum.“

Kannast ekki við kæru

Sigurður segir í samtali við Heimildina að það hafi ekki gerst áður að vörur hafi verið teknar úr sölu vegna mótmælaaðgerða af þessum toga. „Nei. Þessir aðilar hafa verið í frekar vingjarnlegum samskiptum við okkur og við höfum tekið ýmsar vörur til skoðunar og reynt að gera þær breytingar sem við getum. Samskiptin hafa verið á frekar góðum nótum, friðsamleg, þannig að maður er aðeins svekktur að menn séu farnir að valda tjóni á vörum inni í verslunum. Þá finnst mér við vera komin á aðeins annan stað,“ segir Sigurður. 

Í Facebook-innlegginu segir nafnlausi notandinn að Sigurður ætli að kæra sig. Þetta segist Sigurður ekki kannast við. Allt tjón sem unnið er inni í verslunum sé hins vegar tiltækt á upptökum úr myndavélakerfi og það fari í ákveðinn farveg, sem sé hjá lögreglu.

Þá er í Facebookhópnum hvatt til þess að fólk sendi Sigurði póst: „Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir þar og síðan er netfanginu hans deilt. 

 Sigurður kannast ekki við hafa fengið pósta sem megi tengja við þetta. Hann vill þó koma á framfæri: „Ég er á móti öllu stríði í heiminum. Ég er maður friðar og er á móti stríði hvar sem það er og í hvaða formi það er. Mér finnst ekki sanngjarnt að það sé verið að búa mér til skoðanir,“ segir hann. 

Ekki náðist tal af dreifingaraðila Sodastream hjá Heimilistækjum þegar Heimildin hafði samband.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
4
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár