Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir verslunina vera að hætta með Sodastream í sölu vegna endurtekinna skemmda sem aðgerðasinnar hafa unnið á umbúðum utan um vöruna. „Það er ákvörðun innflutningsaðila að kippa vörunni úr sölu, í það minnsta tímabundið, og koma með aðra valkosti fyrir okkur,“ segir hann en Heimilistæki er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi, sem framleiða tæki til að búa til sódavatn og er eitt vinsælasta merki heims á þeim markaði.

„Við höfum verið að lenda í því að menn eru að setja límmiða á umbúðirnar og eyðileggja þær hér í verslunum okkar. Við getum ekki selt vöruna í því ástandi og umboðsaðilinn vill gera breytingar,“ segir Sigurður. 

Umræddir límmiðar eru á vegum aðgerðasinna sem hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael vegna stríðsins á Gaza. Sodastream er framleitt í Ísrael og hefur verið hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins víða um heim í mótmælaskyni við aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. 

Framkvæmdastjóri Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir verslunina ætla að hætta með Sodastream í sölu vegna endurtekinna skemmda sem aðgerðasinnar hafa unnið á umbúðum utan um vöruna.

„Dapur“ framkvæmdastjóri

Nafnlaust innlegg birtist í Facebookhópnum „Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland“ í morgun þar sem greint er frá því að framkvæmdastjóri Hagkaups sé „dapur“ – „Ekki þó vegna nýjustu frétta um að Ísrael sé að brenna fólk lifandi á sjúkrahúsum. Ekki heldur vegna frétta um fyrirætlanir um að loka af Norður-Gaza og svelta þar hundruði þúsunda. Og allra síst vegna þess að Hagkaup tekur þátt í fjármögnun þessara hryðjuverka með sölu á vörum frá Ísrael,“ segir í færslunni. 

Þar er síðan haldið áfram: „Sigurður er dapur af því að við höfum sett pappír á pappírinn utanum umbúðirnar á þessum vörum, og upplýst neytendur um upprunann. Neytendur sem skv. könnunum vilja ekki kaupa þessar vörur en hafa gjarnan ekki tíma til að fletta upp uppruna í verslunarferðum.“

Kannast ekki við kæru

Sigurður segir í samtali við Heimildina að það hafi ekki gerst áður að vörur hafi verið teknar úr sölu vegna mótmælaaðgerða af þessum toga. „Nei. Þessir aðilar hafa verið í frekar vingjarnlegum samskiptum við okkur og við höfum tekið ýmsar vörur til skoðunar og reynt að gera þær breytingar sem við getum. Samskiptin hafa verið á frekar góðum nótum, friðsamleg, þannig að maður er aðeins svekktur að menn séu farnir að valda tjóni á vörum inni í verslunum. Þá finnst mér við vera komin á aðeins annan stað,“ segir Sigurður. 

Í Facebook-innlegginu segir nafnlausi notandinn að Sigurður ætli að kæra sig. Þetta segist Sigurður ekki kannast við. Allt tjón sem unnið er inni í verslunum sé hins vegar tiltækt á upptökum úr myndavélakerfi og það fari í ákveðinn farveg, sem sé hjá lögreglu.

Þá er í Facebookhópnum hvatt til þess að fólk sendi Sigurði póst: „Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir þar og síðan er netfanginu hans deilt. 

 Sigurður kannast ekki við hafa fengið pósta sem megi tengja við þetta. Hann vill þó koma á framfæri: „Ég er á móti öllu stríði í heiminum. Ég er maður friðar og er á móti stríði hvar sem það er og í hvaða formi það er. Mér finnst ekki sanngjarnt að það sé verið að búa mér til skoðanir,“ segir hann. 

Ekki náðist tal af dreifingaraðila Sodastream hjá Heimilistækjum þegar Heimildin hafði samband.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
4
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Kosið 30. nóvember - „Ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“
7
Fréttir

Kos­ið 30. nóv­em­ber - „Ekk­ert vanda­mál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðu­neyt­un­um“

For­seti Ís­lands hef­ur fall­ist á beiðni for­sæt­is­ráð­herra um þingrof. Starfs­stjórn tek­ur við fram að kosn­ing­um sem fara fram 30. nóv­em­ber. Bjarni gaf ekki skýr svör um hvort ráð­herr­ar Vinstri grænna starfi í henni. Þá sagði Bjarni ekk­ert mál að leysa það ef ein­hverj­ir ráð­herr­ar vilja hætta strax. Hann ít­rek­aði þó að ráð­herr­ar hefðu rík­um skyld­um að gegna.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
8
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
10
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár