Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir verslunina vera að hætta með Sodastream í sölu vegna endurtekinna skemmda sem aðgerðasinnar hafa unnið á umbúðum utan um vöruna. „Það er ákvörðun innflutningsaðila að kippa vörunni úr sölu, í það minnsta tímabundið, og koma með aðra valkosti fyrir okkur,“ segir hann en Heimilistæki er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi, sem framleiða tæki til að búa til sódavatn og er eitt vinsælasta merki heims á þeim markaði.

„Við höfum verið að lenda í því að menn eru að setja límmiða á umbúðirnar og eyðileggja þær hér í verslunum okkar. Við getum ekki selt vöruna í því ástandi og umboðsaðilinn vill gera breytingar,“ segir Sigurður. 

Umræddir límmiðar eru á vegum aðgerðasinna sem hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael vegna stríðsins á Gaza. Sodastream er framleitt í Ísrael og hefur verið hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins víða um heim í mótmælaskyni við aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. 

Framkvæmdastjóri Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir verslunina ætla að hætta með Sodastream í sölu vegna endurtekinna skemmda sem aðgerðasinnar hafa unnið á umbúðum utan um vöruna.

„Dapur“ framkvæmdastjóri

Nafnlaust innlegg birtist í Facebookhópnum „Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland“ í morgun þar sem greint er frá því að framkvæmdastjóri Hagkaups sé „dapur“ – „Ekki þó vegna nýjustu frétta um að Ísrael sé að brenna fólk lifandi á sjúkrahúsum. Ekki heldur vegna frétta um fyrirætlanir um að loka af Norður-Gaza og svelta þar hundruði þúsunda. Og allra síst vegna þess að Hagkaup tekur þátt í fjármögnun þessara hryðjuverka með sölu á vörum frá Ísrael,“ segir í færslunni. 

Þar er síðan haldið áfram: „Sigurður er dapur af því að við höfum sett pappír á pappírinn utanum umbúðirnar á þessum vörum, og upplýst neytendur um upprunann. Neytendur sem skv. könnunum vilja ekki kaupa þessar vörur en hafa gjarnan ekki tíma til að fletta upp uppruna í verslunarferðum.“

Kannast ekki við kæru

Sigurður segir í samtali við Heimildina að það hafi ekki gerst áður að vörur hafi verið teknar úr sölu vegna mótmælaaðgerða af þessum toga. „Nei. Þessir aðilar hafa verið í frekar vingjarnlegum samskiptum við okkur og við höfum tekið ýmsar vörur til skoðunar og reynt að gera þær breytingar sem við getum. Samskiptin hafa verið á frekar góðum nótum, friðsamleg, þannig að maður er aðeins svekktur að menn séu farnir að valda tjóni á vörum inni í verslunum. Þá finnst mér við vera komin á aðeins annan stað,“ segir Sigurður. 

Í Facebook-innlegginu segir nafnlausi notandinn að Sigurður ætli að kæra sig. Þetta segist Sigurður ekki kannast við. Allt tjón sem unnið er inni í verslunum sé hins vegar tiltækt á upptökum úr myndavélakerfi og það fari í ákveðinn farveg, sem sé hjá lögreglu.

Þá er í Facebookhópnum hvatt til þess að fólk sendi Sigurði póst: „Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir þar og síðan er netfanginu hans deilt. 

 Sigurður kannast ekki við hafa fengið pósta sem megi tengja við þetta. Hann vill þó koma á framfæri: „Ég er á móti öllu stríði í heiminum. Ég er maður friðar og er á móti stríði hvar sem það er og í hvaða formi það er. Mér finnst ekki sanngjarnt að það sé verið að búa mér til skoðanir,“ segir hann. 

Ekki náðist tal af dreifingaraðila Sodastream hjá Heimilistækjum þegar Heimildin hafði samband.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár