Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvernig var lífið á Íslandi fyrir 300 árum?

Hvernig var líf fólks hér á landi á fyrstu ára­tug­um 18. ald­ar og hvernig var gæð­un­um skipt? Út er kom­in ný bók og vef­ur þar sem leit­ast er við að svara þess­um spurn­ing­um ásamt öðr­um. Sjö manna hóp­ur sagn­fræð­inga og land­fræð­inga hef­ur síð­ast­lið­in sjö ár unn­ið að því að taka sam­an og greina mik­ið magn upp­lýs­inga sem er að finna í skýrsl­um Jarða­bóka­nefnd­ar sem starf­aði á ár­un­um 1702–1714. Afrakst­ur rann­sókn­ar­inn­ar gef­ur les­end­um skýra mynd af löngu horfn­um lífs­hátt­um og sam­fé­lags­gerð.

Hvernig var lífið á Íslandi fyrir 300 árum?
Stór rannsókn leidd til lykta Nokkrir af höfundum bókarinnar Ástand Íslands um 1700 kynntu niðurstöður rannsóknar þeirra sem hefur staðið yfir í 12 ár á útgáfuhófi í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi í september. Mynd: Golli

Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi á undanförnum árum. Heimsfaraldur, náttúruhamfarir og önnur áföll hafa haft töluverð áhrif á efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Efnahagsástandið hefur lagst misjafnlega á herðar landsmanna eftir stétt og stöðu sem hefur leitt af sér ólgu í samfélaginu. Þá er einnig uppi mikið óvissuástand á vettvangi stjórnmálanna eftir að forsætisráðherra tilkynnti nýverið um stjórnarslit.

Á slíkum umrótatímum velta margir fyrir sér hvað fór úrskeiðis og hvernig megi best leysa þær áskoranir sem standa frammi fyrir samfélaginu hverju sinni. Á þessum tímum leiðir fólk gjarnan hugann að fyrri krepputímum. Fjármálahrunið 2008 er gjarnan rifjað upp í þessu samhengi.

Hægt er þó að hverfa lengra aftur í tímann til þess að skoða erfiðleikatíma sem Íslendingar hafa gengið í gegnum og draga af því mikinn lærdóm. Út er komin bók, Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi, sem gefur lesendum skýra mynd af lífsháttum og félagsgerð …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
5
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu