Hvernig var lífið á Íslandi fyrir 300 árum?

Hvernig var líf fólks hér á landi á fyrstu ára­tug­um 18. ald­ar og hvernig var gæð­un­um skipt? Út er kom­in ný bók og vef­ur þar sem leit­ast er við að svara þess­um spurn­ing­um ásamt öðr­um. Sjö manna hóp­ur sagn­fræð­inga og land­fræð­inga hef­ur síð­ast­lið­in sjö ár unn­ið að því að taka sam­an og greina mik­ið magn upp­lýs­inga sem er að finna í skýrsl­um Jarða­bóka­nefnd­ar sem starf­aði á ár­un­um 1702–1714. Afrakst­ur rann­sókn­ar­inn­ar gef­ur les­end­um skýra mynd af löngu horfn­um lífs­hátt­um og sam­fé­lags­gerð.

Hvernig var lífið á Íslandi fyrir 300 árum?
Stór rannsókn leidd til lykta Nokkrir af höfundum bókarinnar Ástand Íslands um 1700 kynntu niðurstöður rannsóknar þeirra sem hefur staðið yfir í 12 ár á útgáfuhófi í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi í september. Mynd: Golli

Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi á undanförnum árum. Heimsfaraldur, náttúruhamfarir og önnur áföll hafa haft töluverð áhrif á efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Efnahagsástandið hefur lagst misjafnlega á herðar landsmanna eftir stétt og stöðu sem hefur leitt af sér ólgu í samfélaginu. Þá er einnig uppi mikið óvissuástand á vettvangi stjórnmálanna eftir að forsætisráðherra tilkynnti nýverið um stjórnarslit.

Á slíkum umrótatímum velta margir fyrir sér hvað fór úrskeiðis og hvernig megi best leysa þær áskoranir sem standa frammi fyrir samfélaginu hverju sinni. Á þessum tímum leiðir fólk gjarnan hugann að fyrri krepputímum. Fjármálahrunið 2008 er gjarnan rifjað upp í þessu samhengi.

Hægt er þó að hverfa lengra aftur í tímann til þess að skoða erfiðleikatíma sem Íslendingar hafa gengið í gegnum og draga af því mikinn lærdóm. Út er komin bók, Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi, sem gefur lesendum skýra mynd af lífsháttum og félagsgerð …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár