Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Bessastöðum klukkan 16 í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Þar segir að forseti muni ávarpa fulltrúa fjölmiðla að fundinum loknum. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar til embættisins kemur fram að forseti muni hins vegar ekki veita viðtöl í dag.
Bjarni sagðist í gær ætla að biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. Samstarfsflokkarnir eru ekki tilbúnir í áframhaldandi samstarf fram að kosningum.
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra, sagði í Silfrinu í gær að þingflokkur sinn hefði tekið ákvörðun um að vinna ekki í ríkisstjórn þar sem Bjarni væri forsætisráðherra. Óljóst er hvort það þýði að ráðherrar flokksins vilji ekki sitja í starfsstjórn en Svandís velti því upp í dag að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fjármálaráðherra, tæki …
Athugasemdir