Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Össur Skarphéðinsson ekki leiðarljós í mínu lífi“

Þing­flokks­formað­ur Vinstri grænna seg­ir það tíma­mót að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem hafi fram til þessa kall­að sig „kjöl­fest­una í ís­lenskri póli­tík“, skuli slíta stjórn­ar­sam­starfi. „Það eru frétt­ir út af fyr­ir sig.“

„Össur Skarphéðinsson ekki leiðarljós í mínu lífi“
Formaður þingflokks Orri Páll Jóhannsson, þingmaður Vinstri grænna, gefur ekki mikið fyrir kenningar Össurar Skarphéðinssonar. Mynd: Bára Huld Beck

Fyrir það fyrsta þá er Össur Skarphéðinsson ekki leiðarljós í mínu lífi,“ svarar Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurður út í þær kenningar að flokkur hans hafi orðið af tækifærinu til að slíta stjórnarsamstarfinu og auka með því fylgi sitt.

Össur, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, viðraði í gær þá skoðun sína að það hafi verið „afleikur“ hjá Svandísi Svavarsdóttur, formanni VG, að storka Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, með því að núa honum því um nasir að flokkurinn ætlaði sér að slíta samstarfinu þegar honum hentaði. „Við þessar aðstæður átti Bjarni í reynd engan kost annan en slíta ríkisstjórninni strax,“ skrifaði Össur á Facebook í gær. „Yfirlýsingar Svandísar knúðu í reynd Bjarna til að hrista loksins af sér slyðruorðið, taka frumkvæðið – og slíta stjórninni á undan henni. Þetta var grófur afleikur hjá Svandísi. Hún virðist hafa verið slegin algerri skákblindu, því í stöðunni átti Bjarni engan annan kost en rjúfa stjórnarsamstarfið. Svandís hrinti honum út í þá ákvörðun. Hann  hefur þá fullkomnu afsökun að yfirlýsingar nýs formanns Vg gerðu hana einfaldlega óstjórntæka – og þarmeð hennar flokk.“

Össur er að vísa til þess að á landsfundi Vinstri grænna nýverið hafi verið samþykkt ályktun þess efnis að stjórnarsamstarfið væri komið að leiðarlokum og að flokkurinn sæi fyrir sér kosningar í vor. Orri ítrekar þetta þegar hann er spurður hvort að ekki hefði verið betra fyrir Vg að slíta en að láta Sjálfstæðisflokki það eftir „Það eru auðvitað tímamót að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur fram til þessa kallað sig kjölfestuna í íslenskri pólitík skuli slíta stjórnarsamstarfi. Það eru fréttir út af fyrir sig.“

Hann segist hafa skilið orð bæði Svandísar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins - hinna tveggja oddvita ríkisstjórnarinnar - að ákvörðun Bjarna í gær hafi ekki verið í samræmi við þau samtöl sem þau áttu deginum áður. „Þannig að þetta kemur á óvart.“

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár