Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist of lengi hafa verið að reyna að sætta ólík sjónarmið á milli stjórnarflokkanna til að láta telja sér trú um að hægt sé að halda samstarfinu áfram. Það sé samt ekkert sem kemur í veg fyrir samstarf fram að kosningum. Hann baðst ekki lausnar á Bessastöðum í dag og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur sagst ætla að ræða fyrst við aðra formenn á þingi, áður en hún tekir afstöðu til þingrofs.
„Ég fer ekki fram á að allir séu mér sammála um það. Ef menn eru mér ekki sammála um það og vilja ekki sitja áfram sem ríkisstjórn þá hef ég sagt mjög skýrt, að þá mun ég biðjast lausnar og það er bara eðlilegt í sjálfu sér í ljósi aðstæðna,“ sagði hann við blaðamenn eftir fund sinn með Höllu Tómasdóttur forseta á Bessastöðum í morgun.
Bjarni sagði samstarfsflokka sína hafa viljað halda áfram samstarfi, …
Athugasemdir