Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkisstjórnarsamstarfið á enda

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að rík­is­stjórn­ar­sam­starf Vinstri grænna, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæð­is­flokks sé á enda. Kos­ið verði í nóv­em­ber.

Ríkisstjórnarsamstarfið á enda
Forsætisráðherra Blaðamenn voru boðaðir í Stjórnarráðið með minna en klukkustundar fyrirvara. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur tilkynnt formönnum hinna stjórnarflokkanna að hann hyggist leggja tillögu um þingrof fyrir forsetaÞingkosningar verði því í lok nóvember. Forsætisráðherra telur þetta farsælast bæði fyrir þjóðina og fyrir stjórnarflokkana.

Þetta sagði Bjarni á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu rétt í þessu. Enn á eftir að koma í ljós hvort skipuð verði starfsstjórn eða hvort núverandi ríkisstjórn muni sitja áfram fram að kosningum. 

„Þetta er ákvörðun sem að ég hef tekið eftir mikla ígrundun,“ segir Bjarni. Hann kynnti formönnum stjórnarflokkanna um ákvörðun sína fyrr í dag.

Bjarni segir að þegar hann hafi tekið við sem forsætisráðherra í vor hafi ríkisstjórnin lagt upp með það að leggja megináherslu á efnahagsmálin, hælisleitendamálin og orkumálin. Ýmislegt hafi unnist í þessum málaflokkum og Bjarni segir að það hafi verið rétt að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í vor. 

Ágreiningur um grundvallarmál

„Þegar komið er inn á haustið hins vegar, þá fer vaxandi ágreiningur milli stjórnarflokkanna um ákveðin grundvallarmál.“ Ágreiningur sé uppi um aðgerðir í hælisleitendamálum. „Það hefur verið opinbert,“ segir Bjarni. Þá hafi lengi verið ágreiningur í stjórninni um framtíðarsýn varðandi orkunýtingu.

„Þegar ég lít víðar yfir sviðið og skoða önnur þau mál sem hefði verið mikilvægt fyrir ríkisstjórnina að klára fyrir kosningar, þá sé ég ekki fram á það að við náum niðurstöðu sem getur verið ásættanleg fyrir stjórnarflokkana samanlagt.“ Slík mál séu til dæmis lagareldið.

Spurður hvort að eitthvað korn hafi fyllt mælinn segir Bjarni að hann myndi ekki vilja nálgast málið þannig. „Um ákveðin grundvallarmál er ólík sýn. Allt frá utanríkisstefnu yfir í hælisleitendamál. Orkumálin.“ Hann nefnir einnig ólíka framtíðarsýn VG sem hafi orðið greinileg eftir landsfund þeirra nýlega. Bjarni segir að best sé að ríkisstjórn hafi sameiginlega sýn, því segir hann að farsælast sé að ganga til kosninga.

Talsvert hefur verið rætt um framtíð stjórnarsamstarfsins síðustu daga en róðurinn virtist vera farinn að þyngjast allverulega á stjórnarheimilinu í liðinni viku. Forsætisráðherra sagði meðal annars við mbl.is á föstudaginn að stórar yfirlýsingar formanns Vinstri grænna gætu óneitanlega skapað vanda og að stjórnin væri í brekku.

Vinstri græn ályktuðu á landsfundi sínum í síðustu viku að stjórnarsamstarfið væri að líða undir lok. Þá ætti að kjósa í síðasta lagi í vor, en kjörtímabilinu ætti að óbreyttu að ljúka næsta haust.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í samtali við fréttastofu RÚV fyrr í dag að hann teldi að stutt væri í stjórnarslit ef flokkarnir ætluðu að setja hver öðrum úrslitakosti. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Ágreiningurinn um útlendingamálin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­mál­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár