Ríkisstjórnarsamstarfið á enda

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að rík­is­stjórn­ar­sam­starf Vinstri grænna, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæð­is­flokks sé á enda. Kos­ið verði í nóv­em­ber.

Ríkisstjórnarsamstarfið á enda
Forsætisráðherra Blaðamenn voru boðaðir í Stjórnarráðið með minna en klukkustundar fyrirvara. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur tilkynnt formönnum hinna stjórnarflokkanna að hann hyggist leggja tillögu um þingrof fyrir forsetaÞingkosningar verði því í lok nóvember. Forsætisráðherra telur þetta farsælast bæði fyrir þjóðina og fyrir stjórnarflokkana.

Þetta sagði Bjarni á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu rétt í þessu. Enn á eftir að koma í ljós hvort skipuð verði starfsstjórn eða hvort núverandi ríkisstjórn muni sitja áfram fram að kosningum. 

„Þetta er ákvörðun sem að ég hef tekið eftir mikla ígrundun,“ segir Bjarni. Hann kynnti formönnum stjórnarflokkanna um ákvörðun sína fyrr í dag.

Bjarni segir að þegar hann hafi tekið við sem forsætisráðherra í vor hafi ríkisstjórnin lagt upp með það að leggja megináherslu á efnahagsmálin, hælisleitendamálin og orkumálin. Ýmislegt hafi unnist í þessum málaflokkum og Bjarni segir að það hafi verið rétt að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í vor. 

Ágreiningur um grundvallarmál

„Þegar komið er inn á haustið hins vegar, þá fer vaxandi ágreiningur milli stjórnarflokkanna um ákveðin grundvallarmál.“ Ágreiningur sé uppi um aðgerðir í hælisleitendamálum. „Það hefur verið opinbert,“ segir Bjarni. Þá hafi lengi verið ágreiningur í stjórninni um framtíðarsýn varðandi orkunýtingu.

„Þegar ég lít víðar yfir sviðið og skoða önnur þau mál sem hefði verið mikilvægt fyrir ríkisstjórnina að klára fyrir kosningar, þá sé ég ekki fram á það að við náum niðurstöðu sem getur verið ásættanleg fyrir stjórnarflokkana samanlagt.“ Slík mál séu til dæmis lagareldið.

Spurður hvort að eitthvað korn hafi fyllt mælinn segir Bjarni að hann myndi ekki vilja nálgast málið þannig. „Um ákveðin grundvallarmál er ólík sýn. Allt frá utanríkisstefnu yfir í hælisleitendamál. Orkumálin.“ Hann nefnir einnig ólíka framtíðarsýn VG sem hafi orðið greinileg eftir landsfund þeirra nýlega. Bjarni segir að best sé að ríkisstjórn hafi sameiginlega sýn, því segir hann að farsælast sé að ganga til kosninga.

Talsvert hefur verið rætt um framtíð stjórnarsamstarfsins síðustu daga en róðurinn virtist vera farinn að þyngjast allverulega á stjórnarheimilinu í liðinni viku. Forsætisráðherra sagði meðal annars við mbl.is á föstudaginn að stórar yfirlýsingar formanns Vinstri grænna gætu óneitanlega skapað vanda og að stjórnin væri í brekku.

Vinstri græn ályktuðu á landsfundi sínum í síðustu viku að stjórnarsamstarfið væri að líða undir lok. Þá ætti að kjósa í síðasta lagi í vor, en kjörtímabilinu ætti að óbreyttu að ljúka næsta haust.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í samtali við fréttastofu RÚV fyrr í dag að hann teldi að stutt væri í stjórnarslit ef flokkarnir ætluðu að setja hver öðrum úrslitakosti. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
2
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
6
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár