Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Bjarni um símtal Guðmundar: „Í allan stað mjög óeðlilegt“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ir það í all­an stað mjög óeðli­legt að Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, hafi hringt í rík­is­lög­reglu­stjóra í tengsl­um við brott­vís­un ell­efu ára hæl­is­leit­anda frá Palestínu.

Bjarni um símtal Guðmundar: „Í allan stað mjög óeðlilegt“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það „í hæsta máta mjög óeðlilegt“ að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við brottflutning Yazan Tamimi, ellefu ára hælisleitandi frá Palestínu, frá Íslandi. 

Hringdi beintGuðmundur Ingi hringdi beint í ríkislögreglustjóra til að fá brottvísun Yasans frestað.

„Hvað varðar reglurnar sem við höfum sett um þessi efni er alveg ljóst að félagsmálaráðherra hefur ekkert boðvald yfir ríkislögreglustjóra en hann hefur hins vegar með málefni fatlaðra að gera og það eru skjólstæðingar hjá ráðherra sem hann vill ganga úr skugga um að njóti þess réttar sem lög og reglur kveða á um,“ sagði Bjarni um málið í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 

Tveir þingmenn spurðu Bjarna út í málið á þinginu en Spegillinn á RÚV greindi í gærkvöldi frá samskiptum ráðherra við ríkislögreglustjóra í tengslum við brottflutninginn.

Yasan hafði, að kvöldi sunnudagsins 15. september, verið sóttur inn á Landspítalann þar sem vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi. Þegar ráðherrar Vinstri grænna fréttu af aðgerðunum hringdi Guðmundur Ingi beint í ríkislögreglustjóra, sem síðan reyndi ítrekað að hafa samband við yfirmann sinn, Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra.

Á þinginu í morgun sagðist Bjarni skilja það sem svo að Guðmundur Ingi hafi viljað gæta að öllum þeim réttindum sem fólk í viðkvæmri stöðu getur, við þær aðstæður sem þarna eru uppi, en Yasan er með vöðvarýrunarsjúkdóminn Duchenne og notast við hjólastól. 

Yasan haldiðEftir að hafa verið sóttur á Landspítalann voru Yasan og fjölskylda hans látin dúsa á Keflavíkurflugvelli á meðan ráðherrar ræddu um hvort fresta ætti brottvísun hans.

„Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það, í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þá að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn þá steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns þegar þetta gerist,“ sagði Bjarni og vísaði annars á Guðmund Inga sjálfan. 

Stöðvun brottflutningsins varð til þess að ríkinu tókst ekki að vísa Yasan og fjölskyldu hans úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Reglugerðin heimilar stjórnvöldum að vísa fólki til þess Evrópuríkis sem var fyrsti viðkomustaður þess innan álfunnar.

Það þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að taka umsókn þeirra til efnislegrar meðferðar. Eftir slíka meðferð fengu þau öll alþjóðlega vernd á Íslandi og dvalarleyfi til tveggja ára. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Var þetta ástæða Bjarna að slíta stjórnarsamstarfinu?
    Mér þykir mjög eðlilegt að ráðherra sem er æðsti yfirmaður félagsmála ræði við æðsta yfirmann lögreglunnar þegar um er að ræða mál sem þetta. Sé það mikilvægt fyrir forsætisráðherra að hrekja fatlaðan einstakling úr landi sem er auk þess barn, þá er mjög áleitin spurning um hugarfar forsætisráðherra. Er hann gjörsamlega hjartalaus og kaldrifjaður gagnvart þeim sem stendur höllum fæti í samfélaginu? Er hann kannski jafnvel siðlaus í þokkabót?
    Það virtist skipta Bjarna Benediktsson mjög mikið að selja ríkiseignir á undirverði. Nú hefur verið reynt að koma í veg fyrir það eða alla vega hægja á slíkri gjafasölu.
    En gagnvart þeim einstaklingi sem stendur á krossgötum í lífinu þykir þessum ráðamanni sjálfsagt að beita hörku og koma í meiri vandræði en hann er þegar í.
    Og þegar annar ráðamaður vill koma viðkomandi til aðstoðar, þá er tekin ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu! Mér finnst Guðmundur Ingi hafi gert rétt jafnvel þó að æðsti yfirmaður lögreglunnar hafi verið vakinn um miðja nótt. Það var verið að fremja mannréttindabrot í skjóli nætur.
    Hvar er miskunnsami samverjinn í okkar samfélagi?
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Jæja, aumingja dómsmálaráðherrann var steinsofandi. En lögreglunni sem undir hana heyrir fannst í lagi, að sækja barn um hánóttu úr spítala.
    Þetta mál finnst mér allt hið skammarlegasta fyrir lögregluna, útlendingastofnun og dómsmálaráðherrann.
    Guðmundur Ingi fylgdi samvisku sinni og fyrir það ber ég virðingi.
    2
  • Hadla Helgadottir skrifaði
    Jæja? Allt sem á undan hafði gengið í þessu máli var í hæsta máta óeðlilegt... bara ofbeldi!
    1
  • Birgit Braun skrifaði
    "Yasan hafði, að kvöldi sunnudagsins 15. september, verið sóttur inn á Landspítalann þar sem vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi." Sjúklingur sem sagt sóttur um miðja nótt?? inn á LSH til að vísa honum og fjölskyldunni beint á flugvöll? Ég ber skilning og virðingu fyrir því að Guðmundur skyldi þora að trufla morgunsvefn ríkislögreglustjórans og lýsa áhyggjum sínum á þessum framkvæmdum!
    5
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Hérna þarf maður þá að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn þá steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns þegar þetta gerist,“
    "Ráðherra á aldrei frí" sagði Margret Thatcher. Hér hafa ráðherrar sína hentisemi. Mæta bara eins og venjulegt skrifstofufólk enda landinu ílla stjórnað.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
5
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.
Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
6
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár