Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bjarni um símtal Guðmundar: „Í allan stað mjög óeðlilegt“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ir það í all­an stað mjög óeðli­legt að Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, hafi hringt í rík­is­lög­reglu­stjóra í tengsl­um við brott­vís­un ell­efu ára hæl­is­leit­anda frá Palestínu.

Bjarni um símtal Guðmundar: „Í allan stað mjög óeðlilegt“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það „í hæsta máta mjög óeðlilegt“ að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við brottflutning Yazan Tamimi, ellefu ára hælisleitandi frá Palestínu, frá Íslandi. 

Hringdi beintGuðmundur Ingi hringdi beint í ríkislögreglustjóra til að fá brottvísun Yasans frestað.

„Hvað varðar reglurnar sem við höfum sett um þessi efni er alveg ljóst að félagsmálaráðherra hefur ekkert boðvald yfir ríkislögreglustjóra en hann hefur hins vegar með málefni fatlaðra að gera og það eru skjólstæðingar hjá ráðherra sem hann vill ganga úr skugga um að njóti þess réttar sem lög og reglur kveða á um,“ sagði Bjarni um málið í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 

Tveir þingmenn spurðu Bjarna út í málið á þinginu en Spegillinn á RÚV greindi í gærkvöldi frá samskiptum ráðherra við ríkislögreglustjóra í tengslum við brottflutninginn.

Yasan hafði, að kvöldi sunnudagsins 15. september, verið sóttur inn á Landspítalann þar sem vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi. Þegar ráðherrar Vinstri grænna fréttu af aðgerðunum hringdi Guðmundur Ingi beint í ríkislögreglustjóra, sem síðan reyndi ítrekað að hafa samband við yfirmann sinn, Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra.

Á þinginu í morgun sagðist Bjarni skilja það sem svo að Guðmundur Ingi hafi viljað gæta að öllum þeim réttindum sem fólk í viðkvæmri stöðu getur, við þær aðstæður sem þarna eru uppi, en Yasan er með vöðvarýrunarsjúkdóminn Duchenne og notast við hjólastól. 

Yasan haldiðEftir að hafa verið sóttur á Landspítalann voru Yasan og fjölskylda hans látin dúsa á Keflavíkurflugvelli á meðan ráðherrar ræddu um hvort fresta ætti brottvísun hans.

„Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það, í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þá að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn þá steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns þegar þetta gerist,“ sagði Bjarni og vísaði annars á Guðmund Inga sjálfan. 

Stöðvun brottflutningsins varð til þess að ríkinu tókst ekki að vísa Yasan og fjölskyldu hans úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Reglugerðin heimilar stjórnvöldum að vísa fólki til þess Evrópuríkis sem var fyrsti viðkomustaður þess innan álfunnar.

Það þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að taka umsókn þeirra til efnislegrar meðferðar. Eftir slíka meðferð fengu þau öll alþjóðlega vernd á Íslandi og dvalarleyfi til tveggja ára. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Var þetta ástæða Bjarna að slíta stjórnarsamstarfinu?
    Mér þykir mjög eðlilegt að ráðherra sem er æðsti yfirmaður félagsmála ræði við æðsta yfirmann lögreglunnar þegar um er að ræða mál sem þetta. Sé það mikilvægt fyrir forsætisráðherra að hrekja fatlaðan einstakling úr landi sem er auk þess barn, þá er mjög áleitin spurning um hugarfar forsætisráðherra. Er hann gjörsamlega hjartalaus og kaldrifjaður gagnvart þeim sem stendur höllum fæti í samfélaginu? Er hann kannski jafnvel siðlaus í þokkabót?
    Það virtist skipta Bjarna Benediktsson mjög mikið að selja ríkiseignir á undirverði. Nú hefur verið reynt að koma í veg fyrir það eða alla vega hægja á slíkri gjafasölu.
    En gagnvart þeim einstaklingi sem stendur á krossgötum í lífinu þykir þessum ráðamanni sjálfsagt að beita hörku og koma í meiri vandræði en hann er þegar í.
    Og þegar annar ráðamaður vill koma viðkomandi til aðstoðar, þá er tekin ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu! Mér finnst Guðmundur Ingi hafi gert rétt jafnvel þó að æðsti yfirmaður lögreglunnar hafi verið vakinn um miðja nótt. Það var verið að fremja mannréttindabrot í skjóli nætur.
    Hvar er miskunnsami samverjinn í okkar samfélagi?
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Jæja, aumingja dómsmálaráðherrann var steinsofandi. En lögreglunni sem undir hana heyrir fannst í lagi, að sækja barn um hánóttu úr spítala.
    Þetta mál finnst mér allt hið skammarlegasta fyrir lögregluna, útlendingastofnun og dómsmálaráðherrann.
    Guðmundur Ingi fylgdi samvisku sinni og fyrir það ber ég virðingi.
    2
  • Hadla Helgadottir skrifaði
    Jæja? Allt sem á undan hafði gengið í þessu máli var í hæsta máta óeðlilegt... bara ofbeldi!
    1
  • Birgit Braun skrifaði
    "Yasan hafði, að kvöldi sunnudagsins 15. september, verið sóttur inn á Landspítalann þar sem vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi." Sjúklingur sem sagt sóttur um miðja nótt?? inn á LSH til að vísa honum og fjölskyldunni beint á flugvöll? Ég ber skilning og virðingu fyrir því að Guðmundur skyldi þora að trufla morgunsvefn ríkislögreglustjórans og lýsa áhyggjum sínum á þessum framkvæmdum!
    5
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Hérna þarf maður þá að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn þá steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns þegar þetta gerist,“
    "Ráðherra á aldrei frí" sagði Margret Thatcher. Hér hafa ráðherrar sína hentisemi. Mæta bara eins og venjulegt skrifstofufólk enda landinu ílla stjórnað.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár