Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Varð útlægur úr Bandaríkjunum og kom til Íslands

Þor­vald­ur Maw­by fædd­ist á Ís­landi en ólst upp í Banda­ríkj­un­um. Hann sneri aft­ur til Ís­lands eft­ir að hafa ver­ið grip­inn við grasreyk­ing­ar þar vestra.

Varð útlægur úr Bandaríkjunum og kom til Íslands
Ólst upp í Bandaríkjunum Þorvaldur sneri aftur til Íslands eftir að hafa verið gripinn við grasreykingar.

Það hafði mikil áhrif á líf mitt að flytja til Íslands. Það breytti lífinu mínu klárlega að koma hingað. Ég fæddist hér. Mamma og pabbi fluttu út með mig þegar ég var ungur til að eltast við ameríska drauminn – og þau fundu hann. Pabbi á byggingafyrirtæki og mamma mín hefur það fínt. Hún segir að Ísland hafi ekki verið slæmur staður. Það var bara auðveldara að græða peninga í Bandaríkjunum. 

Ég er búinn að vera hérna í tíu ár. Ég var gerður útlægur úr Bandaríkjunum. Ég hafði verið þar í 34 ár. Það var fyrir að reykja gras. Veistu hvað er fyndið við það? Núna er það löglegt alls staðar.

Ég var líka tekinn fyrir að aka undir áhrifum nokkrum sinnum. Þeir breyttu reglunum. Einu sinni var hægt að fremja tvö lítil brot svo lengi sem þú værir ekki fangelsaður á fimm ára tímabili. En eftir 11. september breyttu þeir því svo það væri tíu ára tímabil. Svo það fór illa með mig. Eins og ég segi, þetta er eitthvað sem er selt á hverju götuhorni.

Veistu hvað var mesta sjokkið þegar ég kom til Íslands? Ég hélt að það væru engin eiturlyf hér. Því síðast þegar ég var hér var árið 1988 og það reykti enginn gras. Það er fínt að vera hérna. Niðri í bæ eru það rónar og fíklar sem vakta göturnar, meira en held ég lögreglan gerir. Hefur þú hangið eitthvað með þeim? Þeir dæma ekki, það eru allir frekar fínir.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár