„Það er draumur minn að fara aftur til Palestínu. Ég er frá Mið-Austurlöndum. Ég fæddist undir sólinni og ólst upp undir sólinni. Ísland er indælt en það er ekki landið mitt. Lífið mitt er ekki hér.“
Þetta segir hinn 29 ára gamli Naji Asar. Hann flúði Gaza, þar sem hann fæddist og ólst upp, árið 2019 og hefur verið á Íslandi frá því árið 2022. „Ég hef aldrei heimsótt Palestínu. Ég er fæddur á Gaza og nú er ég í Evrópu. Ég vil ekki vera hér allt mitt líf, ég vil fara aftur til heimalands míns.“
Naji er vongóður um að sá draumur muni raungerast og Gaza-svæðið muni verða byggt upp að nýju. „Ég er fullur vonar um það. Þessu erum við að berjast fyrir og Guð hefur lofað okkur sigri.“ Spurður nánar út í hvað hann eigi við segir Naji að sigur væri frelsi Palestínu „frá ánni til sjávar“. …
Athugasemdir